..::Ragnheiður::..

föstudagur, júní 23, 2006

Grennri en við höldum
Tekið af mbl.is

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að við höldum öll að við séum þykkari en við erum í raun. Munurinn á kynjunum er sá að konur halda að þær séu feitari en þær eru en karlar halda að þeir séu vöðvastæltari en þeir eru.

Ástralskir sálfræðingar við Deakin háskóla í Victoria segja óánægju fólks með líkama sinn tengjast sjálfsálitinu með beinum hætti. Ljósmyndir af frægu og þvengmjóu fólki dragi úr sjálfsáliti kvenna með þeim afleiðingum að þeim finnist þær feitari en þær eru, en karlar haldi að þeir séu vöðvastæltir eins og átrúnaðargoð þeirra.
Sálfræðingarnir fjalla um þetta í grein sem birtist í ritinu Body Image. Þar segja þeir að í vestrænu samfélagi sé hin mjóa kona líkamleg fyrirmynd og vöðvastæltir karlmenn með V-laga líkama. Er þar átt við breiðar axlir og bak og grannt mitti sem tengist karlmennsku og líkamlegum styrk.

Sálfræðingarnir athuguðu hvað 100 konum og 80 körlum fannst um líkama sinn. Fólkið fékk það verkefni að leiðrétta afskræmdar ljósmyndir af sér í tölvu. Bæði kynin bættu of miklu utan á sig og þá helst á læri, kálfa og brjóst. Sky fréttavefurinn segir frá þessari rannsókn.

Þetta lýsir ótrúlega muninum á kynjunum

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger