..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Hefur kúnninn kannski ekki alltaf rétt fyrir sér?

Síðastliðinn laugardag lenti ég í heldur leiðinlegu atviki í Þjóðleikhúsinu. Sem er svo sem of langt mál að segja frá hér, en í meginatriðum voru starfsmenn miðasölunnar með skítkast í okkur. Ég ákvað að senda bref til Þjóleikhússtjóra og er hún líka með skít til baka....í staðin fyrir það að segja fyrirgefið......hún er bara ekki að ná því að til þess að þagga í mér þarf bara eitt fyrirgefðu orð.....má líka nota afsakið.....ja ef hún vill það frekar.

En maður spyr sig, þjónusta og viðleitni til kúnnans er ekki nógu mikil eins og staðan er á þessum málum í dag, ég hef verið að segja fólki frá þessu atviki og koma margir með það sama, "hvað voru þetta ungar stelpur?" en svarið er því miður nei, þetta voru konur um fimmtugt sem vinna þarna í þessari miðasölu. Einnig er yfirmaðurinn um fimmtugt og ætti að hafa vit fyrir starfsmönnum sínum, hvort sem að þetta hafi bara verið mín upplifun en ekki þeirra.

Eftir að maður er búin að borga fyrir vissa þjónustu er manni bara gleymt og gleymist að reyna að halda manni sem kúnna í kappsemi við að ná í þann næsta.........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger