..::Ragnheiður::..

miðvikudagur, október 05, 2005

Tímaleysi

Já ég hef sko ekki eins mikinn tíma og ég hef haft áður...svei mér þá ég hef aldrei tíma til að blogga þá er nú mikið sagt blogg fíkillinn ég.
En af mér er allt gott að frétta....er enn að bíða eftir manninum á hvíta hestinum.....ég bíð einnig eftir iðnaðarmanninum.....ég bíð bara og bíð og engin getur hjálpað mér......það er spurning um að fara að læra eitthverja iðnaðargrein...til dæmis smiðinn til að vera handlaginn og geta gert nánast allt heima hjá sér......nei nei ég er sko líka búin að bíða eftir því að parketið leggi sig sjálft ég er samt ekki alveg að sjá það gerast en svona er þetta þetta helvítis dót er að verða eitt af húsgögnunum hjá mér.......´
Ég sparkaði tánum í helvítis flísarnar í fyrradag og kom sár á eina tá og hin er marin......það munaði litlu að konan hafi farið skælandi inní herbergi en reyndi þó að halda kúlinu fyrir nýja leigjandan minn, ekki hægt að væla fyrir framan hana.........
En ég auglýsi eftir fólki sem er viljugt og vill gera mér greiða með að aðstoða mig við þessar heimilisframkvæmdir.......þar að segja parketleggja og flísaleggja......áður en ég kasta þessu drasli útum gluggan......ef ég get borið það......ekki miklar líkur á því en hugsanlega get ég sparkað í þetta viljandi:)

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger