..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, september 22, 2005

Ég er orðin alltof löt við þetta blogg......

Eitthver lægð í gangi eða hef ég bara ekki tíma til þess að vera að babla fram og til baka um eitthvað bull sem enginn les.....en allavega er ég að skrifa þetta hérna fyrir mig eða eitthvað.
Hjá mér er allt brjálað að gera.....ég kemst næstum ekki yfir þetta alltsaman....heimilið mitt allt útí salti og í staði fyrir það að Þrífa teppið mitt fer ég að kíkja á parket og konan næstum búin að skella sér á parket í hita augnabliksins....uss
Svo er það íþrottarálfurinn ég á fullu í líkamsræktinni svei mér þá ég fer bráðum að hlaupa af mér spikið ég get svo svarið það........mín þungu skref munu henda spikinu í burt á hlaupabrettinu......en hvað er málið við svona hlaupabretti...af hverju er ég hrædd við hlaupabretti..fer alltaf á það með hræðslu í hjarta eins og lítið barn sem týnist í kringlunni.
En súperkonan ég herði af mér stíg á brettið og legg af stað......grátandi en kemst ekki neitt, hvert er ég að fara....bæði hræðilegt og tilgangslaust en alltaf fer ég á þetta trillitæki.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger