..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Núna er komið að því

Lokadagurinn hér fyrir austan, blendin tilfinning á sér stað......glöð með að fara og byrja í skóla en sorgmædd samt yfir því að vera að fara frá öllum nýju vinunum sem maður hefur eignast á þessum stutta tíma sem maður hefur verið hér.....og svo er vinnan hér eiginlega skemtilegri en í RVK meira að gera og meiri kröfur, maður verður eitthvernvegin bara að redda sér og gerir maður það....ótrúlegt en satt.

Ég kem þó örugglega aftur hingað í fríum að vinna og kannski fæ ég þá meira krefjandi verkefni því mín aðal vinna hér er að vinna fyrir Landslags Arkitekt.....og mundi ég nú segja að það væri skylt mínu námi, maður veit aldrei....kemur í ljós......

Ég er eitthvað svo alvörugefin í þessum bloggum mínum.....mig langar að koma með eitt steikt blogg......kannski kemur það von bráðar..........

|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Er veturinn virkilega kominn??

Núna eru Dönsku dagarnir búnir og hvað er þá eftir....hummm....heyrðu það er eftir að mæta á menningarnótt.....það verður örugglega gaman, en allavega þá er þetta síðasta úthaldið mitt hérna fyrir austan og svo byrjar bara skólinn, er að verða pínu stressuð fyrir hann en stressið á örugglega eftir að renna í burtu leið og skólinn byrjar.

Dönskudagarnir voru alveg með ágætum fínir......frekar mikill drami samt, fólk farið að gleyma mér.....líður eins og algjörri utangarðsmannesku þarna þar sem ég á ekkert fólk þarna enga ættingja og ekki neitt....ekkert nema kannksi kunningja sem ég tala ekki nógu mikið við, en það er bara svona maður fjarlægist og er það örugglega bara mér að kenna.

En ég ætla að reyna að skella eitthverjum myndum inn frá þessum dögum.....tók nóg af myndum af Jakop Sveinstrup....eða hvernig það er nú skrifað.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger