..::Ragnheiður::..

laugardagur, júlí 23, 2005

Á frönskum dögum gefur maður franska kossa....
Það er komin laugardagur og er þessi morgun eitthvað að gera mér erfitt fyrir, eitthvað erfitt með að halda augunum uppi......var reyndar heldur lengi úti í gær, fór á Franska daga, horfði á bál og íslenskan sirkús og svo er maður aumur í hálsinum eftir endalausan söng í brekkunni.
Við mættum í bæinn uppúrkvöldmataleiti og var það kannksi ekki alveg besti tíminn í að mætta á franska daga það er greinilegt að þessir fransmenn eru eitthvað seinir út á lífið.....við erum kannski í allt öðrum gír hérna.....vöknum snemma og förum snemma á djammið og svo er úthaldið næstum búið um 2 leitið.

Jæja núna eru örugglega 8 klukkutímar síðan ég byrjaði þetta blogg......tók smá pásu og ´bjó til nokkur snið, allavega er ég búin að vera þreyttust í vinnunni í dag....ég þarf samt núna að klára þessi fuckings snið og þá má ég fara heim eins gott að leggja sig fyrir nóttina ef maður á að halda þetta út.

En núna er hins vegar komið babb í bátinn, það er svo margt um að velja það eru franskir dagar, svo er Emiliana Torrini í borgarfirði svo er kveðjuparty og farið verður í siglingu með lagafljótsorminum og svo er opnun á barnum á FTV, ég samt komin með þetta næstum á hreynt með að nota útilokunaraðferðina, ég fer ekki á emiliönu....og ég get farið á bæði opnunina á barnum og siglingu ef ég geri það og svo er það franski dagar sem var auðvitað það sem ég ætlaði að gera til að byrja með.........en ég kannksi ræð vþí ekki ein þar sem ég var eiginlega búin að lofa að fara á franska daga, ef henni langar svakalega þangað verð ég að fara þangað......jæja ég neni þessu ekki
ætla að fara aftur að vinna......

|

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Núna bara þetta úthald og eitt eftir og svo 6 dagar=24 dagar

Sem eru í um 260 tímar í vinnu hérna fyrir austan.....sem sagt allt að koma, ég er að verða búin, en eitt er samt leiðinlegt.....það er alveg frábært fólk hérna sem er farið að segjast mun sakna mín þegar ég fer....ég mun eflaust sakna þeirra líka, en svona er það, maður þarf að fórna til að öðlast eitthvað annað, og ég á erfitt með að finna mér sama stað í lífinu, er alltaf að breita og bæta en ég veit það ég er að komast þangað sem ég vil fara.....(eða segi ég sjálfri mér það) ég vona að þetta nám sem ég er að fara í eigi eftir að róa mig aðeins niður og get ég farið að vinna með góðri samvisku, það er nefnilega málið þegar maður á eftir að gera eitthvað sama hvað það er verður maður ekki rólegur fyrr en maður gerir hlutinn en það er bara erfitt stundum að finna þetta sem maður á að gera, kannski er ég bara svona rótarlaus ég veit ekki, ég gæti allavegna ekki haldið út við að vinna í búð eða eitthverju álíka þó svo ég hafi ekki neitt á móti því........ég væri bara alltaf að hugsa um hvað ég ætti að gera næst og hvenær ég ætti svo að hætta og fara að gera eitthvað við mitt líf........
Én náði þó stundarfrið núna í ár í sömu vinnunni að gera það sama og það tel ég ágætt meira að segja mun ég halda áfram að vinna með skólanum svo ég mun hugsanlega ná minnst 2 árum í sama starfinu og meira ef ég tek allan skólan eins og ég mun gera í vetur.....þó ég haldi að ég muni nú hella mér algjörlega í þessa á næsta ári og fái bara 10 í einkunn.

Ég er að fara í framkvæmdir á heimilinu mínu, jább ég er að fara að setja millivegg heima hjá mér og ætla ég þá að taka sjarmerandi 60ties vegginn minn niður, sem er bara sorglegt en þar sem ég er alltaf að reyna að græða.....(með því að leigja herbergið) þá gengur ekki að vera með millivegg með engri einangrun það er bara pirrandi...er búin að prufa það núna smá og það er frekar pirrandi það heyrist nákvæmlega allt.

Heyrðu og svo ætlar konan að fara að kaupa sér árskort í líkamsræktinni og mánuð hjá einkaþjálfara.......ég er frekar spennt að prufa það, og vona ég svo heitt og innilega að ég verði orðin íþróttagella eftir þann mánuðinn og borða bara prótín og stera og til í vaxtaræktakeppni.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger