..::Ragnheiður::..

föstudagur, júní 24, 2005

Föstudagar eru fínir

Ég er í þessu svaka stuði í dag......ég held að það sé kallað föstudagsstuð með fiðring fyrir helginni.....þó að maður sé að vinna.....ég veit ekkert hvað er að mér, ég held að það sé veðrið sem er að fara með mig....það er held ég enn einu sinni að það sé komið sumar á austurland, ég með spánartónlistina í eyrunum og er tilbúin á diskótek.

Það er svo sem planið að fara á ball um helgina með Í svörtum fötum....svaka stuð, ég ekkert smá til í að fara en fyrst á að fara til Egilstaða að borða eitthvað gott......mig hlakkar bara til verð bara að segja það.

Í gærkvöldi þá fór ég út að borða, þvoði þvott...eða svona næstum því, fór í sund á reyðarfirði (fyrsta skiptið sem ég fer í sund í þessum bæ) var þó bara stoppað í heitapottinum......svo varð farið heim og fengið sér bjór með despó....(aðþrengdar eiginkonur) og horft á með öllum hinum og þvílík innlifun inní þáttinn...þá sérstaklega hjá karlkyninu.

jæja tími til að vinna.....vonandi helst sumarveðrið og sumarskapið eitthvað aðeins lengur en síðast:)

tútilú........

|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Flash back......

Það sem getur haft ótrúleg áhrif á mann, ég er búin að vera að setja alla tónlistina mína saman sem ég hef verið að hlusta á í gegnum tíðinna og hefur verið í 3 tölvum og er nú allt komið í eina, ég er að hlusta á Hooverphonic tónlist sem ég hlustaði mikið á úti í DK, ég fékk þetta þvílíka flash back það hálfa væri nó, mig fannst bara ég vera komin út aftur í litla herbergið mitt. Búin að þrífa og með hurðina opna út og svo voru æðislegu páskatrén í fullum skrúða, og var ég á leiðinni niður í þvottahús að ná í hreyna þvottinn minn. Og var ég tilbúin að fara að elda mér mat sem ég borðaði frekar mikið af þarna úti....svona eitthvað bras....man samt ekki alveg hvað það var.......var greinilega ekki það gott.

Ég er búin að vera í hálfgerðu trans hérna í vinnunni sit bara að hlusta og minningarnar á fullu og hef ég alveg sokkið mér í vinnunna með þessu öllu saman, ég hef ekki saknað DK síðan ég flutti heim en ég er ekki frá því að þetta hafi verið eitthver saknaðarskilaboð til mín, er kannski málið að kíkja út í nokkra daga áður en skólinn og alvaran byrja. Ég verð að fara að hugsa um það.......njóta sólarinnar smá, þó ég fái nú ekki að sjá páskatren sem mig finnst svo æðisleg.

|

mánudagur, júní 20, 2005

Mætt í vinnu....

Fór í smá veikindarfrí núna í síðustu viku....voða gott frí...eða þannig, mæli ekki með svoleiðis fríum þó svo að stundum getur verið leiðinlegt í vinnunni er það mun skemmtilegra en þetta bölvað hangs heima....eða hangs í vinnubúðunum það er bara dauðadómur að vera þar lengur en einn dag í veikindum.

En ég fékk gleðifréttir í dag, ég er kominn inn í Landbúnaðar háskólan á Hvanneyri....jább ég ætla að fara að stunda nám, reyndar til að byrja með þá ætla ég að fara bara í hlutanám ætla að vinna með, tími ekki alveg að hætta. Ég er að fara að læra umhverfisskipulag, mjög áhugavert og voða spennt að fara að koma heilanum í gang eftir smá frí.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger