..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, maí 26, 2005

Já og Liverpool bara vann!!

Ég fór í gær á barinn með fullt af karlkyns mannverum að horfa á fótboltaleik, borða pizzu og drekka bjór.......gæti ekki verði betra.....jú kannski, ef ég væri strákur þá hefði ég hugsanlega getað noti þess betur......áhuginn er ekkert voðalega mikill á fótboltanum en svona einstöku sinnum gaman að horfa sérstaklega í góðum hóp. Þetta var svo sem fín tilbreiting og veit maður aldrei nema að maður geri eitthvað þessháttar aftur...fyrir utan að fótbotavertíðin er víst búin, en það eru aðrar íþróttir til......kannski þeir hafi áhuga á að horfa á listkautdans eða bíddu er skákvertíðin ekki að byrja, ég ætla sko ekki að missa af einvíginu milli Fisher og Spasskí....mæli með að allir samlandar Fisher horfi á og stiðju sinn mann:)

|

þriðjudagur, maí 24, 2005

Fríið bara búið

Svei mér þá hvað það var ekkert smá fljótt að líða.......og svei mér þá euróvision svei svei og svei hvað var málið þar......ég verð bara að segja það að ég varð bara ekkert neitt voðalega hissa, mig fannst lögin sem voru í ár mörg hver mikið betri en Íslenska lagið....það var bara eitthvernvegin ekki eins gott og maður hélt......en þá spyr maður af hverju heldur maður alltaf að ísland eigi eftir að vera í toppbaráttunni......hvað er það.

En allavega þá er ég komin aftur austur........og er bara á fullu að vinna....smá bloggpása núna, ég vona að það verði mikið stuð og gleði þessa törn...það er alltaf gott að sletta smá úr klaufunum þó svo maður eigi að mæta í vinnu daginn eftir, maður verður kannski bara að taka það aðeins rólegra en ég gerði síðast......en samt ekki það varð að eftirminnilegu djammi.
Hérna er sko kalt....hér ræður veturkonungurinn enn, gaf mér falskar vonir um daginn í 20 stiga hitanum sem koma öllum í opna skjöldu, en svona er ísland víst, maður verður bara að búast við öllu.

tútilúuuuuu

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger