..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Komin heim frá Krakow

Ég fór til Póllands um helgina og var þetta æðisleg ferð ég er ekkert smá ánægð með hana.
Ég keypti mér fullt af skartgripum...silfur er svo ódýrt þarna og svo Ipot......búinn að langa í hann lengi en ég keypti mér ekki mikið af fötum.

Maturinn þarna úti er mikið bras og steikja þeir voðalega mikið með smjöri....sérstaklega gamla matinn..... Ég fór á svona ekta pólskan sveita veitingarstað og var geggjuð stemning...harmonikka og söngur en maturinn var ekki alveg neitt voða góður......til dæmis fengum við brauð sem átti að smyrja með svínafitu....ekki vinsælt og kartöflustöppurnar eru voða mikið með matnum, en svo fór ég á gyðinga veitingastað og var þó betri matur þar....allur blessaður í bak og fyrir ......svo var það það flottasta maturinn sem okkur var boðið á af fyrirækinu flottasta veitingarhús sem ég hef komið á....þetta hefði kostað í það minnsta 50þús á mann ef við hefðum verið hérna heima svona flott út að borða.

Og veðrið var sko með okkur alla ferðina það var sól og blíða og var æðislegt að sitja á kaffihúsi og drekka bjór......sem var mikið drukkið af í ferðinni, og það er er frekar skemmtilegt er að leið og við komum inní flustöðina, það var spáð geðveikt vondu veðri fyrir ferðina.

Við fórum í Auswitch sem var ótrúleg upplifun......mjög áhugavert og fékk maður smá kökk í hálsin á sumum stundum, þetta er eitthvað sem ég mæli með að allir sjái því þarna sér maður eitthvað sem er rosalega stór partur af sögu allra og líka bara að sjá hversu mikil grimdin var í heimstyröldinni.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger