..::Ragnheiður::..

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sambönd og ekki sambönd........

Ég var að lesa voðalega skemmtilegt blogg frá henni vinkonu minni Boris um það hvernig fólk er í kringum mann einstæðinginn og það hvernig það getur ekki hætt að spyrja um það hvort að maður sé ekki að fara að ná sér í mann og kannski bara skella sér á eitt barn í leiðinni víst að maður er að þessu á annað borð.

Fjölskyldumeðlimir virðast voðalega uppteknir á því að fá fleira fólk í fjölskylduna......það er ekkert verið að athuga hvort að manni líði ekki vel bara svona ein og sjálfstæð......nei það getur ekki verið þar sem það vantar annan helmiginn á mann... maðurer bara ekki fullkomnaður. En verður maður eitthverntíman fullkomnaður....ég get ekki betur séð að mér líður bara alveg álíka vel og aðrir sem eru í sambandi......eða jafnvel betur en sumir.
Verður maður ekki að vera fullkomlega ánægður með manneskjuna sem maður nær sér í eða er maður komin á það stig að segja já við öllu.......sumum finnst það kannski....
Og þegar maður er orðin svona ægilega sjálfstæður og heimakær og allt er eins og ég vill hafa það.....sko heima hjá mér....er þá ekki erfitt að fara að leyfa annari manneskju að koma þarna og rútta öllu til......þessum spurningum verða ekki svarað fyrr en á það reynir. Kannski er maður bara fráhindandi þar sem manni vantar enga hjálp....ætli það sé málið.

Það er ekki eins og maður velji sér það að vera einn.....svoleiðis bara gerist, og það að mæta í fjölskylduveislur eins og skírn.....eins og ég var í þá má maður varla snerta barnið án þess að eitthver kommenti á það og segir.....ohhh hvað þetta fer þér vel.....hvenær kemur þú með eitt svona.......það er stórt verk fyrir höndum ef ég væri búin að tíma setja það.

Svo kom ég til mömmu og pabba og og var þar tengdarmóðir systir minnar.....á sama tíma og ég kemur vinur hans pabba í heimsókn til hans........heyrðu haldið ekki bara að upp hafi komið sá miskilningur hjá henni að við værum kærustupar.....ég og Oldy.......hummmm....

Hvernig er þetta allt að verða..........Bridget Jones er mín fyrirmynd

|

þriðjudagur, febrúar 22, 2005


Amma, Gerður, ég og Stebbi Posted by Hello

|

Kvart og kvein

Það er búið að vera furðulegt veður úti þessa dagana....svo mikil er þokan að það er bara heldur drungalegt og er þá ekkert gaman að vera ein heima.....væri alveg ágætt að hafa eitthvað lifandi nálægt sér á svona dögum.

En allavega þá var verið að skíra hann frænda minn á sunnudaginn og heitir hann Ísak Ernir voðalega fallegt nafn og er maður stolt frænka.

Ég skil ekki alveg......alveg síðan ég sá í sjónvarpinu....íslandi í dag.....umræðu um skammdegisþunglindi.....þá er ég búin að vera svo þreit og löt.....ég er kannksi með vægt af þessu....fæ kannski bara svona skammdegis slen......úpphhh, ég hálfpartin nenni ekki neinu, en ætla ég þó að lífga uppá tilveruna um helgina með smá bjór, keilu og vera í diskógrúvinu.....vinnan er víst að fara í diskókeilu og verður það örugglega bara gaman og svo sér maður fram á næsta partý líka sem er eftir 3 helgar núna og svo er nú 50 afmæli foreldra minna núna í byrjun mars......endalaust djamm sem verður núna á næstunni......ætti kannski að rífa mann uppúr sleninu sem maður hefur komið sér í með hjálp fjölmiðla og fagmanna.......
Hvernig ætli það sé að vera geðlæknir...eða sálfræðingur með mikinn áhuga á því sem maður er að gera....ætli þetta sé ekki leiðinlegt fólk.....búið að sálgreina mann í allskynns aðstæðum.......talandi um það að ná sér í þannig maka og fer að sálgreina ýmislegt sem á ekki að vera sálgreint......baaaa núna er allt komið í hnút......veit bara eftir þessa færslu að ná sér ekki í sálfræðing eða geðlæknir........orðin frekar hrædd við þá núna.....

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger