..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, janúar 25, 2005

London á morgun....víi
Jább maður er bara að fara að skella sér til höfuðborg Evrópu í leit að ævintýrum og uppfylgdum óskum. Brjálað plan í gangi hjá okkur Boris og verður það haldið til síðasta dropa á hverjum pöbbnum á fætur öðrum....svo kannski kíkjum við á höllina og gæti alveg verið möguleiki ef manni lítist vel á vistaverur að maður ílengist eitthvað sem prinsessa. En ef ekki þá skellum við okkur aftur í eymdina hérna heima..........

|

mánudagur, janúar 24, 2005

Veik og aftur veik......hvar endar þetta?

Núna á síðustu 2 mánuðum er ég búin að eyða 3 vikum uppí rúmi og er ég búin að koma mér upp þessum fína lyfjaskáp.
Ég er búin að komast að því að maður hefur ekki gott að því að eyða svona miklum tíma einn með sjálfum sér, hugurinn fer að reyka og er algjörlega óljóst hvar hann endar.
Maður hefur nú alveg hugsað hvað mundi gerast ef maður mundi deyja....hver fengi peningana.....þessa ógrinni af þeim sem ég á, hver fengi fínu þvottavélina og nýja ískápinn, núna var það aðeins öðruvísi hugsun.......hvað segir maður við neyðarlínuna ef maður yrði skotinn fyrir utan bláa turninn. Ég var nefninlega að hugsa um að fara út í sjoppu á einum góðum degi og var að pæla hvort ég ætti að taka gemsan með mér, og fór hugsunin út í það ef ég yrði skotin af byssumanni áður en ég kæmist yfir götuna að bláa turninum....hummmm......ég mundi taka upp síman og hringja í 112 en þá hefst alvöru vanda málið hvar á ég að segja hvar ég er svo þeir finni mig nú á mettíma þar sem það er mjög alvarlegt að vera með skotsár.
Væri best að segja ég er fyrir utan bláa turnin bara hinu megin við götuna....en þá er spurning hvað hinumegin er, eða hjá bláa turninum við háleitisbrautina þar sem maður keyrir að miklubrautinni. Margar hugsanir áttu sér stað í kollinum um staðarlýsingar en svo var niðurstaðan sú að það væri bara betra að vera skotin hjá bláa turninum, þá væri líka hugsanlegt að eitthver sæi mig....þar að segja afgreiðslumaður sjöppunnar, en ég var svo sannarlega búin að hræða mig það mikið að ég var að taka gemsan með.
Svo varð ég að kíkja til læknis og mætti ég galvösk og veik.......reyna að vera eins veik og ég gat sem var erfitt þar sem þetta var hinn ágætasti dagur. Ég kem inn og sé þennan gamla mann, ég var ekki alveg viss hvort að ég væri á réttum stað þar sem þetta leit út fyrir að vera uppsetning á læknatæknum sem notast var við á heimstyrjaldar tímanum og maðurinn þarna inni væri ekkert annað en módel, þannig ég ákvað að líta aftur á nafnspjaldið fyir utan skrifstofuna, nei ég var á réttum stað. Maðurinn var með svona læknaspegil á höfðinu og var allt mjög fornaldarlegt inni hjá honum. Næst var að láta mannin skoða mig og bað hann um að við myndum færa okkur í skoðunarstólin, sem leit út fyrir að vera pintingarstóll......gæti verið að nunnurnar í stykkishólmi hafi verið að selja gamla læknadótið sem hefur í mörg ár verið geymd uppá háalofti á sjúkrahúsinu þar.
En ég fékk pillur það var fyrir öllu.

Svo í morgun hélt ég að ég væri öll hun hressasta og þá hringir vekjaraklukkan, var frekar erfitt að vakna eftir svona mikin og góðan svefn. Fyrsta hugsun sem kom upp var hvaða hvaða.......af hverju er vekjaraklukkan að hringja....prinsessur þurfa ekki að vakna svona snemma.

Talandi um ranghugmyndir:)

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger