..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Álag, skemmtun, skóli, vinna, veikindi

Mikið hefur verið hjá frúnni að gera þetta misseri, ég veit varla hversu lengi ég held þetta út...hef aldrei getað þolað mikið álag í lengri tíma....hausinn hefur snúist í hringi um allt milli himins og jarðar.......eina vikuna ætlaði ég að hætta að vinna og skella mér á fullt í nám og gerast sveitungur í borgafirðinum, en svo næstu viku þá gengur það ekki alveg og fer ég á stúfana....með alla arma úti og hugleiði að skipta um vinnu.....(samt ekkert í mikilli alvöru) en samt ég fór í atvinnuviðtal og var það frekar freistandi...en of margt samt sem var ekki alveg að ganga, svo vikunni þar á eftir ætla ég að bara vera að vinna og minnka námið og eru allir að toga mig í allar áttir en því miður verð ég að reyna að átta mig á þessu öllu sjálf og held ég eins og ég er í dag ætla ég að bíða með þessa ákvörðun og láta sjá hvar ég enda....láta örlögin ráða þessu um sinn....hef ekki orku eða tíma til að hugsa um þetta.

Svo lenti ég í frekar furðulegri lífsreynslu allavega að mínu mati þar sem svona hefur aldrei komið fyrir mig.
Ég fór á Árshátíð með vinnunni og allt var í svaka góðum gír....svo byrjaði maturinn og mig fannst hann ekkert sérstakur og varð frekar óglatt af honum og svo stuttu seinna þá gat ég ekki andað og endaði ég á sjúkrabörum inní sjúkrabíl og beint á slysó....með brjálaða grímu framan í mér og mælitæki og læti....mig fannst þetta nú vera alltof mikið stúss í kringum mig og var ekkert að höndla þessa svaka athygli sem ég fékk, en ég fékk engu að ráða.....fékk ekki einu sinni að labba inní sjúkrabílinn.
En allavega er í lagi með mig og var þetta bráðaofnæmi sem ég fékk....ég þarf sem sagt að athuga hvað ég borða í framtíðinni ekki bara skella hverju sem er ofaní mig......
Eftir 3 tíma á slysó ákvað ég...(þar sem ég tók einn árshátíðargestinn með mér) að við skyldum skella okkur aftur uppeftir því ég væri alveg orðin eitur hress og búin að gera mig svona fína ekki til neins...maður verður nú að nota þetta dress sem ég keypti mér.....líka ´til að mæta og sína að ég væri ekki dáin....hefði betur átt að fara heima að sofa en....ég var líka frekar smeik við það að vera ein....
Þannig þetta kvöld varð bara að skralli hjá konunni.....svona á að gera þetta ekki láta eitthvað smáræði koma sér úr gírnum.....ekki satt

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger