..::Ragnheiður::..

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Afmælisdagurinn minn

Í dag er sá dagur sem maður heldur mest uppá af öllum dögum, það er alltaf gott að eiga afmæli og verða árinu eldri og efast ég ekki um að ég verð fallegri með árunum......hvernig ætli það endi......hugsanlega í fegurðarsamkeppni aldraðra og mun ég slá þar í gegn.....hugsanlegt.

En allavega er mjög gaman að fá þessa athygli og allir að óska mér til hamingju og er ég búin að heyra afmælissönginn nokkrum sinnum í dag og auðvitað verð ég alltaf jafn rauð í framan þegar fólk tekur uppá þessum afmælissið......þó maður njóti þess á vissan hátt.

Takk takk allir þið sem eruð svo æðisleg að muna eftir mér.....og þið hin....hummmmm??



Afmælisbarnið í góðu skapi Posted by Picasa

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger