..::Ragnheiður::..

mánudagur, júlí 25, 2005

Fín helgi búin og fríhelgi framundan.......

Þetta er bara allt að verða búið hér.....bara 2 dagar í frí...guð hvað maður verður kátur þegar maður loksins stígur útúr flugvélinni og brunar af stað í kotið sitt....þar að segja ef það sé ekki búið að stela bílnum......lagði honum kannksi ekki alveg á besta stað til þess að vera svona lengi í burtu. En allavega þá fór ég á franska daga um helgina og það var alveg hreynt ágætis skemmtun......núna sá maður hversu stórir dönsku dagarnir eru orðnir......það var mikið af fólki þarna en ekki nærri jafn mikið og skellir sér í hólminn á dönsku.

En svo má maður alls ekki gleyma verslunarmannarhelginni......ég fer á innipúkan og svo á kannksi að fara í hvalfjörðin að tjalda og kannski skella sér á hestbak og kajak eða eitthvað allvega á að hafa það notalegt um helgina.

En ég er bara í engu bloggstuði þessa dagana......langar frekar að vinna en að blogga...vitið það er stundum bara mjög gaman í vinnunni:) það er búið að vera svo gaman hjá mér að ég klára allt og hef svo ekkert að gera í smá tíma......það er hins vegar leiðinlegt:(......en samt gaman að vera dugleg svona einstöku sinnum.......

Heyrðu og svo var okkur boðið á hestbak og erum við að pæla að skella okkur á morgun í reiðtúr...þá er nú örugglega 10 ár síðan ég fór á hestbak....og er ég pínu smeik, það má þó ekki ég sem var svo mikil hestakona....ég er líka pínu hrædd um að fá eitthverja hestadellu aftur...hummmm.......ætli það gerist......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger