..::Ragnheiður::..

föstudagur, júní 24, 2005

Föstudagar eru fínir

Ég er í þessu svaka stuði í dag......ég held að það sé kallað föstudagsstuð með fiðring fyrir helginni.....þó að maður sé að vinna.....ég veit ekkert hvað er að mér, ég held að það sé veðrið sem er að fara með mig....það er held ég enn einu sinni að það sé komið sumar á austurland, ég með spánartónlistina í eyrunum og er tilbúin á diskótek.

Það er svo sem planið að fara á ball um helgina með Í svörtum fötum....svaka stuð, ég ekkert smá til í að fara en fyrst á að fara til Egilstaða að borða eitthvað gott......mig hlakkar bara til verð bara að segja það.

Í gærkvöldi þá fór ég út að borða, þvoði þvott...eða svona næstum því, fór í sund á reyðarfirði (fyrsta skiptið sem ég fer í sund í þessum bæ) var þó bara stoppað í heitapottinum......svo varð farið heim og fengið sér bjór með despó....(aðþrengdar eiginkonur) og horft á með öllum hinum og þvílík innlifun inní þáttinn...þá sérstaklega hjá karlkyninu.

jæja tími til að vinna.....vonandi helst sumarveðrið og sumarskapið eitthvað aðeins lengur en síðast:)

tútilú........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger