..::Ragnheiður::..

miðvikudagur, mars 16, 2005

Skrítnir dagar......ekkert nema skrítið

Fyndið hvernig maður getur upplifað lífið á misjafnan hátt, fer bara eftir því hvernig maður vaknar á morgnana.
Einn dagur alveg hreint helvíti en svo sá snæsti dásamlegur.......ég er ekki manidipresed....hvernig sem það er skrifað. Þetta er bara skrítið hvernig allt getur verið á afturfótunum og ekkert heppnast og svo skiptir það alls engu máli næsta dag þegar maður er tilbúin í allt.

En allavega þá er þetta bara skrítið.....maður verður víst að fá að upplifa svoleiðis daga til þess að þekkja þá góðu....

Ég er svo skrítin þessa dagana.......hugsa alltof mikið um lífið og tilveruna, ég hugsa að það geri manni ekkert gott, mikið betra að lifa bara einn dag í einu eins og alkarnir gera. Hefur allavega gengið betur hjá mér að gera það, þá fer maður ekki að efast tilganginn með tilvist sinni á þessari jörð.
Ég er samt mjög hamingjusöm, allt eins og ég vil hafa það...eða svona nokkurn vegin.

Spurning er bara, hvað er maður að gera hér?

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger