..::Ragnheiður::..

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sambönd og ekki sambönd........

Ég var að lesa voðalega skemmtilegt blogg frá henni vinkonu minni Boris um það hvernig fólk er í kringum mann einstæðinginn og það hvernig það getur ekki hætt að spyrja um það hvort að maður sé ekki að fara að ná sér í mann og kannski bara skella sér á eitt barn í leiðinni víst að maður er að þessu á annað borð.

Fjölskyldumeðlimir virðast voðalega uppteknir á því að fá fleira fólk í fjölskylduna......það er ekkert verið að athuga hvort að manni líði ekki vel bara svona ein og sjálfstæð......nei það getur ekki verið þar sem það vantar annan helmiginn á mann... maðurer bara ekki fullkomnaður. En verður maður eitthverntíman fullkomnaður....ég get ekki betur séð að mér líður bara alveg álíka vel og aðrir sem eru í sambandi......eða jafnvel betur en sumir.
Verður maður ekki að vera fullkomlega ánægður með manneskjuna sem maður nær sér í eða er maður komin á það stig að segja já við öllu.......sumum finnst það kannski....
Og þegar maður er orðin svona ægilega sjálfstæður og heimakær og allt er eins og ég vill hafa það.....sko heima hjá mér....er þá ekki erfitt að fara að leyfa annari manneskju að koma þarna og rútta öllu til......þessum spurningum verða ekki svarað fyrr en á það reynir. Kannski er maður bara fráhindandi þar sem manni vantar enga hjálp....ætli það sé málið.

Það er ekki eins og maður velji sér það að vera einn.....svoleiðis bara gerist, og það að mæta í fjölskylduveislur eins og skírn.....eins og ég var í þá má maður varla snerta barnið án þess að eitthver kommenti á það og segir.....ohhh hvað þetta fer þér vel.....hvenær kemur þú með eitt svona.......það er stórt verk fyrir höndum ef ég væri búin að tíma setja það.

Svo kom ég til mömmu og pabba og og var þar tengdarmóðir systir minnar.....á sama tíma og ég kemur vinur hans pabba í heimsókn til hans........heyrðu haldið ekki bara að upp hafi komið sá miskilningur hjá henni að við værum kærustupar.....ég og Oldy.......hummmm....

Hvernig er þetta allt að verða..........Bridget Jones er mín fyrirmynd

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger