..::Ragnheiður::..

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Ferðalagið fjarlægist sem óð fluga:)

Var varla komin inn um dyrnar þegar ég þurfti að ákveða mig í hvort ég vildi koma með til Kraká og auðvitað skellir maður sér með þar sem það þarf varla að borga neitt.....verð bara að.....sleppa kaupæðinu þarna.....geymi það bara heim...held líka að það sé ekkert svakalega margt hægt að kaupa þarna nema ódýra pelsa og póstulín....... ég hugsi að ég láti það bíða í nokkur ár.....allavega póstulínið, er alveg ánægð með mitt ikea sett.

Svo var maður að fá tilkynningu um að bekkjarmót sé í vændum, ég veit ekki alveg hvernig tilfinningu ég hef gagnvart þessu öllu saman........maður fjarlægist þessu fólki og er ansi langt síðan svona bekkjarmót var haldið...eða heil 5 ár. Svo sem enn meiri ástæða að fara.... ég vill nú ekki vera að sétja neitt útá þetta fína framtak frá fyrrverandi bekkjarsystkinum, en dagskráin byrjar útí skógi að grilla með börnunum.......fínt fyrir þá sem eiga krakka og eflaust gaman að sjá afrakstur fólksins en ekki miklar líkur á að maður vilji koma með í það.....en það er þó dagskrá fyrir mann einhleypinginn um kvöldið.
Ég ætlaði nú ekkert að vera að tjá mig um þetta hér......en svona er það maður getur bara ekki haldið aftur af sér, ég fer kannksi bara með Myrru í grillveisluna.........læt hana bara vera barnið mitt:)

Heyrðu og svo er maður í Pilates 3x í viku, ekkert smá fín leikfimi mæli með þessu fyrir alla ég var í mælingu í gær og er ég búin að missa nokkra cm af þvermáli.....sem sagt allt á góðri leið með það.....þó það sjáist ekki beint...en það kemur.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger