..::Ragnheiður::..

mánudagur, janúar 03, 2005

jólajól......eða.

Þetta voru alveg hreynt furðuleg jól, ég man ekki eftir öðrum eins jólum, það var eins og það lægi þungt ský yfir mér á þessum helga tíma og voru þau þotin framhjá manni áður en að maður veit af og í dag er alveg eins og það séu 2 mánuðir síðan jólin voru.....svo skemmtileg voru þau:(

Ég ætlaði að verða voða samviskusöm og vinna öll jólin ekkert frí en nei ég varð veik 3 dögum fyrir jól og er ég rétt að skríða úr bælinu núna...

Ég varð að sleppa því að fara niður í bæ á þorláksmessu, sem var ósköp erfitt en þar sem veik konan var bara heima var það víst mitt hlutverk að skreyta jólatréð og endaði ég svo uppí rúmi með hitapoka á eyranu þar sem ég var víst komin með eyrnabólgu....hvað á það að þýða eyrnabólga á þessum tíma.
Á aðfangardag var ég nú aðeins betri en heyrði þó ósköp lítið...frekar mikið suð í eyranu sem var kannski bara ágætt þar sem allt var í háalofti heima hjá mér, barnið brjálað...hundurinn vælandi og sumir pjattaðir og aðri þreyttir.
Ekki þurfti maður að hafa fyrir því að opna pakka þar sem við höfðum mennska pakkaupptökuvél hjá okkur, jólatréð á hvolfi og hundurinn hræddur við svínið sem hún fékk í jólagjöf.
Ég var mjög fegin að komast heim þetta kvöld og kveið ég fyrir næstu dögum.

Jóladag þurfti ég ekki að fara í brjálæðina þar sem festivalinu var frestað fram að annan í jólum, þannig ég fór bara í rólegheita mataboð og svo var bara horft á "The day after tomorrow" sem var kannski frekar furðulegt þar sem flóðin í Asíu urðu daginn eftir og var ég alveg handviss að núna væri ísöldin að koma.

Annar í jólum, byrjaði ekki vel þar sem litli bróðir var sendur á slysó eftir að hann hafi dottið í hálkunni en við lækniskoðun kom í ljós högg á vitlausabeinið og komst hann heim að lokinni skoðun....svaka matarboð með ættingjum....alveg hreynt ágætt boð, kannski mun ég bara mynda mér nýja skoðun á sumum.....maður bara veit ekki...

Einn dagur í vinnu og finn ég mér heimilislæknir.....hummmm....enginn annar á lausu en hann Guðmundur nokkur Jörgensen, ég ekki mjög sátt en þar sem ég hef ekki annara kosta völ.

Var bara orðin frekar sátt að eyða mínum fyrstu áramótum í langan tíma heima.

Eiginlega þegar upp er staðið þá fékk ég nokkra pakka, heimilislækni og innbyrgði ég ógrynni af sjónvarpsefni.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger