..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Er ekki alveg að meika það að sitja á rassinum

Mig langar alveg hrein ósköp að fara að gera eitthvað nenni ekki að hanga hér í vinnunni ég er full af orku eða stressi....er ekki alveg að gera greinarmun. Í kvöld er jólaföndur hér í vinnunni og nær maður sér kannski aðeins niður þar........ráðast á greinarnar og brjóta kertin......kannski smá spennulosun, kannski er ég pirruð...hummm nei ég held ekki það er allavega eitthvað að bjaga mig á þessum degi.......ég veit hvað þetta er ég er alveg að springa, útaf því að ég er að halda aftur að mér með jólaskrautið....sem sagt ég verð sem ný manneskja um leið og ég er búin að setja nokkrar seríur út í glugga skella jólatónlist á fóninn og baka smákökur.

Ég er líka orðin frekar spennt að fá nýtt frændsystkini í heiminn og svo líka er ég að bíða eftir henni Herdísi.....ég held að þetta verður allt saman magnað núna úm jólin, nýtt barn og besta vinkonan komin til landsins....víiiiii og það á sama deginum ef allt gengur eftir og er þessi örlagaríki dagur sá 21 des.

ég ætla hér með að gefa ykkur e-mail hjá öllum jólasveinunum....ef ykkur langar í eitthvað sérstakt í skóinn

Stekkjastaur: mailto:stekkjastaur@jol.isGiljagaur: mailto:giljagaur@jol.isStúfur: mailto:stufur@jol.isÞvörusleikir: mailto:tvorusleikir@jol.isPottaskefill: mailto:pottaskefill@jol.isAskasleikir: askasleikir@jol.isHurðaskellir: mailto:hurdaskellir@jol.isSkyrgámur: mailto:skyrgamur@jol.isBjúgnakrækir: mailto:bjugnakraekir@jol.isGluggagægir: mailto:gluggagaegir@jol.isGáttaþefur: mailto:gattathefur@jol.isKetkrókur: mailto:ketkrokur@jol.isKertasníkir:

Og fannst mér tilvalið að ljúka þessu á jólagi:)

Á jólunum er gleði og gaman

---------

Á jólunum er gleði og gaman
fúmm, fúmm, fúmm
þá koma allir krakkar
með í kringum jólatré
þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlæja og syngja saman
fúmm, fúmm, fúmm
Og jólasveinn með sekk á baki
fúmm, fúmm, fúmm
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana
þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlæja og syngja saman
fúmm, fúmm, fúmm

Á jólunum er gleði og gaman
fúmm, fúmm, fúmm
þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið
þá mun ríkja gleði og gaman
allir hlæja og syngja saman
fúmm, fúmm, fúmm.

|

sunnudagur, nóvember 21, 2004

ÚFFFFF

Svei mér þá ég er í vinnunni og sé fram á langan dag, ég er búin að vinna og vinna í allan dag og þegar ég var að draga síðustu línuna, þá hugsaði ég hummm núna ætla ég að fara heim....heldur að maður hafi ekki verið beðinn um að vinna áfram og það til svona 12 að miðnætti.....baaa og ég sem var að biðja um meiri vinnu....ég var kannksi ekki alveg að tala um hálfan sólahring í vinnunni á sunnudegi og svo var maður líka í gær, eins gott að ég fái glæsilegan launaseðil.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger