..::Ragnheiður::..

föstudagur, nóvember 12, 2004

Helgin að koma

Það er alltaf ánægjulegt þegar þessar blessuðu helgar koma og maður fær að gera það sem manni dettur í hug....enn gaman. Það er víst árhátíð hjá vinnunni á morgun og auðvitað mætir maður þangað og svo verður þynka daginn eftir....maður er ekki legi að koma öllu á hreint, það er þó slæmt að það sé svona kalt úti og maður verður í fínum fötum sem eru ekki gerð úr lopa hugsanlega í blind bil eða með grílukerti á nefinu.

Ég stóð úti í gær að bíða eftir strætó þegar það kom þessi svakalegi bilur sem réðst á mann og átti maður ekki annara kosta völ en að láta í minni pokan fyrir veðrinu, haglið var svo svakalegt að manni sveið í kinnarnar þegar maður var kominn inn í hlíuna í strætisvagninum og lak þar af manni snjórinn sem hafi áður gert mann af hálfgerðum snjóbolta og auðvitað þegar maður býr á íslandi þá gerir maður aldrei ráð fyrir öllu sem gæti gerst er maður stundar útiveriu.
Ég gerði ráð fyrir kuldanum en ekki því að snjór er blautur.........og þegar hitinn er á fullu þá bráðnar snjórinn og var ég þá blaut og köld þegar ég labbaði síðustu skrefin að húsinu mínu. Og hlínar manni ekki neitt fyrr en maður er búin að drekka eitthvað heitt og fara í öll ullarföt sem maður á og svo undir sæng í svona 2 tíma.....

Ég labbaði líka laugarveginn í gær og það kom mér frekar á óvart þar sem klukkan var margt allar búðir lokaðar en það er fullt af fólki og þar að auki var mikið kalt úti og voru þetta allt útlendingar.....hvað eru útlendingar að gera hér á þessum tíma....hummmm?


|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger