..::Ragnheiður::..

föstudagur, september 17, 2004

Guð hvað vikan var fljót að líða

Það er komin föstudagur, sem sagt nammi dagur ..........við erum búin að standa á beit í vinnunni éta alveg hreint ótrúlegt magn af sælgæti og meira að segja er búið að fara í varabyrgðirnar og háma í sig......ég bara spyr hvar endar þetta, ég fór....til að bjarga sjálfri mér....en ég heyri enn í vinnufélögunum japla á sælgætinu....hummm....ég má ekki borða meir því þá verð ég ekkert svöng á eftir og ég er að fara út í hádeginu með Árný að borða eitthvað gott.....fínir þessir föstudagar.
Ég var að hugsa í gær hvað það er langt síðan ég fór að djamma.......hummmm......ég held að það hafi verið síðast þegar ég fór í innfluttningspartý og var það helgina eftir menningarnótt......´húmmm það var bara í sumar....og það er kominn vetur, svei mér þá þarf að fara bjarga félagslega staðli mínum.......hugsa samt að það gangi ekki alveg um helgina þar sem foreldrar og systkini eru búin að ákveða að koma í mataboð til mín á laugardaginn.......ég sem á engan mat og ætlaði bara að fara í ríkið fyrir helgina...húmmm, kannksi maður skelli sér í matvörubúðina líka. Það átti sko að mála, veggfóðra, drekka bjór, hlusta á tónlist með vinum en nei það verður vinna, mála og veggfóðra í hraði.....enginn bjór......eða kannksi einn.....foreldrar matrarboð sem ég var neidd til að halda og halda liðinu félagskap í nokkra klukkutíma....hummmm......það er svo sem eftir að gera ýmislegt heima....hummm nota þau í það....
Maður reddar sé bara með að fara á djammið á virkum degi..... það er eins og að fara á djammið 2 helgar í röð.......þú veist í félagslega staðlinum.......maður verður ungur aftur og litið verður upp til mans......
jæja ég held að punktarnir verði ekki fleiri.......þeir eru orðnir ansi margir.......ætti kannksi að fara að not kommurnar meira, umhugsunarvert!!

|

miðvikudagur, september 15, 2004

hummmmm......

Hæ hæ.....ég er að reyna að nota pásuna í vinnunni í að skrifa nokkur orð, en mig bara dettur ekkert í hug að segja, sem sagt algjörlega tilgangslaust að vera að babla eitthvað bull en oft koma nú skemmtilegar sögur sem byrja á bulli......og er ég að reyna það hér.......að skrifa eitthvað þangað til að mig dettur eitthvað sniðugt í hug....hummmmm........

Segi bara meira frá íbúðinni minni.....ég var að kaupa hillur í gær.......víii og núna eru bækurnar komnar upp......þvílíkt og annað eins samansafn af bókum.....þá er eg ekki að tala um fjöldan, ég á fullt af eitthverjum svaka unglingasögum eftir Þorgrím Þráinsson og eitthvað í þeim dúr.....en ég á nú ekki það margar bækir, þannig núna er spurningun hefur maður þetta uppi í hillu í stofunni eða fer þetta niður í kassa þar og mun aldrei verið tekið upp aftur....hummmm......komst að ágætri lausn og er það taka þær úr kápunum.....á þeim sem hafa lausar kápur og þá er þetta í lagi.....og svo gæti eitthver unglingur komið í heimsókn og vilja fá´þær lánaðar og þá væri nú ekki gott aðvera með þetta í kassa....hummm á ég ekki bara að hafa þær uppi....jú jú......halda smá í bernskuna, og svo fór ég eitthvað að kíkja í þessar bækur og viti menn þær eru allar áritaðar af sjálfum aðalmanninum, antí reykingarmanninum.....öfga manninum sem hatar reykingarfólk....hatar hann allt fólk sem hefur reykt...kannski hatar hann mig þar sem maður tellst ekki vera reyklaus fyrr en eftir mánuð án þess að fá sér smók...hummmmm....þetta er pæling.
En allavega ætla ég að hætta að kaupa í bili því að ég hef ekki við að taka úr innkaupapokum kemur allaf bara meira rusl og pokar og dót og maður er bara að drukna í peningareyðslu svei mér þá.....en ég ætla að fara beint heim eftir vinnu og reyna að ganga frá eitthverju af þessu og kannski kemur líka nýja þvottavélin mín heim til sín í dag....gaman gaman........og....hummm þá þarf maður að kaupa sér þvottagrind........jæja ég er hætt.........

|

þriðjudagur, september 14, 2004

Having a bad day?

when you occasionally have a really bad day, and you just need to take it out on someone, don't take it out on someone you know -- take it out on someone you don't know. I was sitting at my desk when I remembered a phone call I had forgotten to make. I found the number and dialed it.A man answered, saying, "Hello."I politely said, "Could I please speak with Robin Carter?"Suddenly, the phone was slammed down on me. I couldn't believe that anyone could be so rude. I realized I had called the wrong number. I tracked down Robin's correct number and called her. I had accidentally transposed the last two digits of her phone number. After hanging up with her, I decided to call the 'wrong' number again.When the same guy answered the phone, I yelled, "You're an asshole!" and hung up.I wrote his number down with the word 'asshole' next to it, and put it in my desk drawer.Every couple of weeks, when I was paying bills or had a really bad day, I'd call him up and yell, "You're an asshole!" It always cheered me up.When Caller ID came to our area, I thought my therapeutic 'asshole' calling would have to stop. So, I called his number and said, "Hi, this is John Smith from the Telephone Company. I'm just calling to see if you're familiar with the Caller ID program?"He yelled, "NO!" and slammed the phone down.I quickly called him back and said, "That's because you're an asshole!"One day I was at the store, getting ready to pull into a parking spot. Some guy in a black BMW cut me off and pulled into the spot I had patiently waited for. I hit the horn and yelled that I had been waiting for that spot. The idiot ignored me. I noticed a "For Sale" sign in his car window . . so, I wrote down his number.A couple of days later, right after calling the first asshole ( I had his number on speed dial), I thought I had better call the BMW asshole, too.I said, "Is this the man with the black BMW for sale?""Yes, it is.""Can you tell me where I can see it?""Yes, I live at 1802 West 34th Street. It's a yellow house, and the car's parked right out in front.""What's your name?" I asked."My name is Don Hansen," he said."When's a good time to catch you, Don?""I'm home every evening after five.""Listen, Don, can I tell you something?""Yes?""Don, you're an asshole."Then I hung up, and added his number to my speed dial, too. Now, when I had a problem, I had two assholes to call.But after several months of calling them, it wasn't as enjoyable as it used to be. So, I came up with an idea. I called Asshole #1."Hello.""You're an asshole!" (But I didn't hang up.)"Are you still there?" he asked."Yeah," I said."Stop calling me," he screamed."Make me," I said."Who are you?" he asked."My name is Don Hansen.""Yeah? Where do you live?""Asshole, I live at 1802 West 34th Street, a yellow house, with my black Beamer parked in front."He said, "I'm coming over right now, Don. And you had better start saying your prayers."I said, "Yeah, like I'm really scared, asshole."Then I called Asshole #2."Hello?" he said."Hello, asshole," I said.He yelled, "If I ever find out who you are...!""You'll what?" I said."I'll kick your ass," he exclaimed.I answered, "Well, asshole, here's your chance. I'm coming over right now."Then I hung up and immediately called the police, saying that I lived at 1802 West 34th Street, and that I was on my way over there to kill my gay lover.Then I called Channel 13 News about the gang war going down on West 34th Street.I quickly got into my car and headed over to 34th street.When I got there, I saw two assholes beating the crap out of each other in front of six squad cars, a police helicopter, and the channel 13 news crew.NOW, I feel better - This is "Anger Management" at its very best.

|

Kaupóð ég...hummmmm......

Ég er búin að sjá það að ég á allt of mikið af gömlu dóti sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við, eins og t.d bekkjarmyndir úr grunnskóla, ekki ætla ég að hengja þær uppá vegg og svo eru hlutir sem ég veit að ég hef eitthverntíman átt en finnast hvergi eins og t.d dósaupptakari og fleiri upptakarara........svo er maður að sjá þessa þrusu geisladiska sem hafa verið löngu úr minni hafðir og getur maður sem sagt núna farið að tjútta við TimHadway (eða hvernig sem það er skrifað) ekkert nema stemning í því.

En þetta er allt að koma hjá manni, ískápurinn settur í gang í gær, þannig að það er hægt að fara að kaupa í matin og búið að troða mest af ruslinu inní eitt herbergi, og er hægt að loka því......þannig allt að koma, er að hugsa um að kaupa mér hillur í dag......keypti rosa flott sófaborð í gær........og svo auðvitað helling af allskonar smádóti....gaman gaman, og svo er örugglega málað og svona skemtilegt um helgina......þið sem viljið aðstoða.......;) það verður allavega prófað að drekka bjór í íbúðinni......maður verður að testa allt...ekki satt.

|

mánudagur, september 13, 2004

Maður er bara fluttur:)

Ég varð fyrir þeirri lukku að fá íbúðina í gær og rauk ég til og gerði allt tilbúið, skellti saman liði í fluttningarnar, leigði kerru og fór klukkan 5 að ná í lyklana með heila hersingu fyrir utana að bíða með búslóðinni........mátti engan tíma missa og var ég flutt inn fyrir kvöld mat......góð tilfinning.

En ég sá það að ótrúlegasta fólk er hjátrúarfullt.....þetta er alveg ótrúlegt það átti alvgjörlega að stjórna mér á dögum, ja sunnudagur er nú til sælu en viti menn þá var dagurinn eftir gerður að vandamáli...hhummmm.......ekki gott að sofa fyrstu nóttina aðfaranótt mæðudags......en svei mér þá........eru allir að verða vitlausir?????

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger