..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Ofurhuginn ég Vs. Línuskautar

Já já hún skellti sér á línuskautana í gær eftir vinnu og gekk bara hreint ágætlega, fyrir utan ofsóknir af völdum djöfulsins í barnklæðum.......ég var svakalega klár og svo komu þau og og skelfingin blasti við mér auðvitað......(nema hafi verið viljandi) voru ekki alveg að átta sig á því að þau væru fyrir og alltaf þegar ég komst framúr þeim...(þau voru á hjóli.....en fóru hægt) þá var gefið í og endaði ég í grasinu og ákvað ég bara að bíða þar.
Þar sem að ég ætlaði að fara bara mest varlega þá fannst mér hjálmurinn óþarfi.....og voru það mistök....krakkarnir voru að reka mig heim að ná í hjálm....þvílíkt og annað eins ókurteisin að tala svona við fullorðna manneskju sem var að njóta sín í grasinu.....
svo var komið að heimferðinni....hummmm....brekka niður götuna hjá mér......hummmm....ofurhugin ég ekki alveg að standast áskorunina, ég var farin að sjá fyrir mér stórslys á enda götunnar og var ég aðalleikarinn liggjandi á götunn með blóð í nös og sjúkrabíllinn á leiðinni.......
þannig að maður reddar sér.......labbar bara á sokkunum heim.......snildarráð:) og allir voru glaðir og einginn sjúkrabíll á leiðinni.......

|

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Þetta styttist og styttist.......en samt orðin leið

Ég bara bíð og bíð og aldrei kemur dagur flutningana, mig sem fannst svo stutt þangað til þegar ég skrifaði undir kaupsamningi á nýju fínu íbúðinni minni....en nei dagarnir líða eitthvað extra hægt og ég er bara næstum orðin leið á að bíða....ég var samt að telja dagana áðan og eru 21 dagur eftir...hummmm...alltof langt......og Gerður að fara að flytja með heilu fjölskylduna...hummmm ég hugsa að það verði frekar erfitt allavega til að byrja með....(ekki það að þau sé leiðinleg, bara margir í einu húsi).
Meira að segja er ég hætt að innrétta íbúðina í huganum....sem er eiginlega jákvætt þar sem það fór mest í það þegar ég var að reyna að sofna en nú sef ég vært og bara búin að steingleyma öllum framkvæmdum.....
Ég er líka búin að fá allt í búið.....Gerður gefur mér gamal ískápinn sinn og svo keypt mamma gamla bara þvottavél um daginn...heppin ég og þá ætti allt að vera klárt....nema svona eitt og annað smáatriði sem koma með tímanum eða bara ekki......
hummm...þetta er örugglega hundleiðinlegt blogg......best að hætta....

|

mánudagur, ágúst 23, 2004

Er veturinn að koma

Það er eitthvað svo haustlegt úti, kallt og skólalegt í morgun. Menningarnótt búin og við tekur september.
Menningarnóttin var fín, byrjaði hjá mér á föstudaginn og skellti ég mér á luftgitar keppnina og var hún bara frekar fyndin en hefði verið mun skemmtilegri ef manni hafi ekki liðið eins og elllífeyrisþega......ekkert nema "16" ára strákar sem hafa ekki alveg fundið sína hæfileika og á hvað þeir getað gert við þá í framtíðinni......og eru þeir á rangri hillu með luftgitar sér við hönd, en allavega þá var bara farið um allan bæinn og stoppað á flestum stöðum og fengið sér í glas og dansað eins og algjör vitleysingur á sírutrippi...sem sagt sleppti sér alveg....

Og svo var það laugardagurinn sem að auðvitað var hinn raunverulegi menningardagur eða nótt. Fór heldur seint út.......kannski vegna þreitu eftir síðustu nótt. En ég fór allavega á tónleikana með megsi og súkkkat og voru þeir bara fínir, spiluðu þó heldur stutt svo var fengið sér að borða og farið á rásar 2 tónleikana og var hlustað á egó og fékk maður að sjá flotta flugeldasýningu, var alveg hreynt stappað af fólki og komst maður eiginlega aldreí út úr þvögunni er það er nú bara stemning að vera troða sér til að komast á næsta klósett. Og svo var bara farið á hörku djamm og kannski var farið aðeins yfir strikið og hefði maður kannski átt að koma sér aðeins fyrr heim...en svona er það maður veit aldrei hvernig þetta er fyrir enn daginn eftir þegar maður liggur uppí rúmi og virðist aldrei getað staðið upp....sem sagt ég svaf mest allan gærdaginn og hafði ég bara gott af.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger