..::Ragnheiður::..

föstudagur, júlí 30, 2004

Brjálað veður og ég á Innipúkahátíð 2004
 
Ekki er útlitið gott fyrir tjaldabúa þessa helgina og er þetta víst helgin sem að víst voðalega vinsæl fyrir það að flytja sinn sess inní tjald og eyða góðum stundum í grasinu með flöskuna í annari og sígó í hinni og stunda náttúrulegar athafnir undir berum himni.

Sem betur fer er ég ekki búin að kaupa mér miða á eitthverja hátíð....ég mundi ekki nenna að fara, ég ætla bara að vera ein heima og hafa það gott með vindinn niðandi fyrir utan gluggan, mmm notalegt ekki satt nenni ekkert við að vera að berjst við að halda tjaldinu á sínum stað og eiga enga þura sokka fyrir daginn. Eg vorkenni ykkur tjaldabúum þó að þið segið eftir helgi að það hafi verið svaka gaman.....þá veit ég betur.

Innipúkahátíðin er með stóri  og þéttri dagskrá í ár......

föstudagur: Vinna inni til klukkan 3
                          fara svo Inn á fasteignasölu til að tjá sig eitthvað......tjáning algjörlega fjáls:)
                         Inn í bíl og svo Inn í smáralindina þar sem ég ætla að hanga Inni og njóta góðra
                         stunda með Árný í vinnunni.
                         Inn í bíl og svo Inn í hús......þó er leyfilegt að fara út að reykja en er það það eina 
                         útiveran sem leyfist á þessari hátíð.
                         kvöldið frjálst og leyfist öllum að koma og njóta hátíðarinnar með mér......frítt inn.

Laugardagur:  Hanga inni að minnsta kosti til hádegis.......annars er maður rekin af hátíðnni
                              allt frjálst.......en einungis verður að fara í farartæki á milli staða.....verður að
                              þak á faratæki og allir gluggar lokaðir.
                              Inn í hús með video við hönd og pöntuð verður pizza.......verður að vera
                              með heimsendingu...............brjalað stuð um kvöldið á kvöldi sem kallast
                             "einn með sjálfri sér" og hefur þetta kvöld yfirleitt heppnast mjög vel og er
                              mikil spenna fyrir kvöldið.

Sunnudagur: Dagskrá frekar opin.........en mælt er með rúminu mest allan hluta af deginum

Mánudagur: mánudagur er draumadagur og mun þessi halda uppi draumum allan daginn
                          hvort þeir séu dagdraumar eða svefndraumar.....reynt verður að ráða draumana
                          eftir bestu getu og verða draumarnir að vera djúsý........algjör þagmælska skilið.

Þáttakendur á Innipúkanum í ár að Hátúni 2 verða 1. og er ég svo heppin að fá að njóta þessa dag s ein með sjáfri mér.......

En mæli ég samt með heimsóknum svona annað slagið......allir hafa gott á því að segja öðrum frá hvað hefur verið gaman og líka auðvitað að leyfa öðrum en mér að njóta.

                                                                                                        Virðingarfyllst
                                                                                                        Skemmtinefnd Innipúkahátíðarinnar

 

|

miðvikudagur, júlí 28, 2004

ja svei mér þá!!
 
Hvað ætli sé í kaffinu.....ætli það sé gómsæt kaka....mmmm...mig hlakkar mikið til að verða fyrir vonbryggðum, það er svo sem alltaf ágæt að borða hér, ég er bara svo mikið að býða eins og er þannig að ég hef bara ekkert mikið að gera......þannig að maður fer að hugsa um kaffitíman góða sem kemur eftir 33 mín....það er þó  það langur tími, svei mér þá hvað ég er ekki að nenna að bíða...
 
viti menn ég fór út á lífið um helgina eftir mikla þurka...(í kverkum) og var það bara svaka gaman og ég fór líka í nauthólsvík um helgina og var það í fyrista skipti sem að ég lá á the ströndinni í reykjavík....það var samt alveg fínt, ....varð frekar vindbarin heldur en sólbrend....en góður dagur engu að síður.
 
og viti menn aftur, ég er orðin línuskauta eigandi...já já mín fór og skellti sér á eitt par í útilíf og ekki má gleyma hjálminum fína og hann á 50% afslætti gera aðrir betur.....það er bara spurningin núna að koma sér í klossana og skella sér á stræti borgarinnar það hefði nú verið fínt í gær að fara það var svo gott veður, en það var víst að koma heitur pottur heim þannig að maður ákvað að vígja hann á réttum degi og skellti sér ofaní.......stillingarnar ekki alveg komnar á hreynt.....var pínu volgur........en ef maður lítur á björtu hliðina á því......þá fer volga vatinð ekki eins illa með húðina og það heita.......
 
En núna er ég bara hér sólin farin....eða kom hún ekkert...hún er allavega farin frá því í gær ég nenni ekki að vinna og það er enn langt í kaffið 25 mín svei mér þá ég var að vonast til þess að þetta blogg mundi eyða meiri tíma í vitlausu en þetta, nopkkrar skitnar mín.....þær eru þó búnar.......
 
adios......verð að fara að finna mér eitthvað annað að gera en að vera að bulla á launum....það er þó alveg ágætt að pulla á launum....þar að segja ef engin kemst að því....hummm....

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger