..::Ragnheiður::..

föstudagur, júní 25, 2004

Er eitthver sem ég þekki að fara á Placebo tónleikana 7 júlí. Endilega látið mig vita sem fyrst!!!!

|

fimmtudagur, júní 24, 2004

Enn kominn fimmtudagur og helgin framundan


Ég sit hér í mestu makindum og kvíð fyrir ættarmótinu sem ég er að fara á um helgina, veðurstofan ljóta er búin að spá leiðinlegu veðri...þannig að ég þarf að sofa í tjaldi í rigningunni....fúlt......en ég er að hugsa um að mæta ekkert fyrr en á laugardeginum....(sleppa við að sofa 2 nætur) og mæta í partý á fösturdeginum, eða ég ætla að sjá til, sjá hvernig allt fer.

En allavega þá er allt að gerast í íbúðakaupamálum og er ég farin að sjá framm á sameiginlegt innfluttnings og afmælis boð þar sem maður er að verða 25 ára gamall, svei mér þá hvað tíminn flýgur, og man maður eftir tíminn líður hratt, á gerfihnattaöld, hraðar sér hvern dag, hraðar en í gær...eða eitthvað, fekk þetta í kollinn.


|

mánudagur, júní 21, 2004

blogg í pásunni...

já já maður bara í pásu eins og er, maður vinnur sko svo hratt að það er erfitt að halda í við mann. En allavega þá var ég að koma heim úr sumarbústað núna í gærkveldi......mjög spennandi og skemtileg ferð suður frá Svignarskarði.
Byrja söguna á lok ferðarinnar, þar sem ekkert svakalega mikið gerðist á hinum dögunum, mamma og pabbi komu í gær um það leiti sem að ég var að fara, ég þurfti bara að bíða eftir þeim til þess að skipta um bíla, þegar þau eru komin:
við pabbi að taka úr bílnum:

ég: ertu búinn að taka allt sem ykkur vantar
Pabbi: já það held ég, þarf að taka sængur
ég: nei, en það verður að vera með sængurver

30 mín seinna:

ég: jæja ég er að fara......labba smá spotta að bílnum)
ég hugs: hann hefur örugglega gleymt að taka eitthvað úr bílnum, best að athuga einu sinni enn
ég: pabbi ertu búinn að taka allt ertu alveg viss.
pabbi:já
ég legg af stað

stoppa í borganesi og lengi á spjalli við Árný og níels sem voru á leiðinni vestur í hólm, tók ég eftir því að ég var með lyklana af sumarbústaðinum og gleraugun hans pabba og þurfti ég að snúa við.

þegar þangað var komið aftur:

ég: ég er að fara aftur eruð þið 100% viss um að ykkur vanti ekkert.....
Allir: það vantar ekkert farðu bara af stað.

ég komin á kringlumýrabrautina hringir pabbi heirðu okkur vanta sængurnar okkar.....paaqaaaaa........

og voru þau að reyna að fá mig til að mæta sér á miðri leið.....nei.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger