Brjálaður fugl í húsinu mínu
Ég er bara komin snemma á fætur í dag, ég fór í atvinnuviðtal og held ég að það hafi bara gengið alveg hreynt ágætlega.....vona það allavega. Heyrðu svo kemur mín heim og er þar brjálaður fugl í glugganum og ég veit ekkert hvað ég á að gera, Hjalti var komin í vinnuna og var eitthvað búin að vera að reyna að ná honum og sagði bara við mig "það eru leðurhaskar á stofuborðinu" jamm eins og ég ætli að reyna að taka hann, hvað ef að hann meiðir sig litli fuglinn.
Ég fer og finn mér háf og ætla að reyna að háfa hann, en það gengur ekki vel hann komst alltaf uppúr helvítis háfnum, fuglin búin að skíta á allt örugglega af hræðslu og ég einnig alveg að gera í buxurnar.
Ég fékk góða hugmynd, hringja bara á meindýraeyðir.......það vildi enginn koma, svei mér þá og þeir kalla sig meindýraeyðir bera ekki nafn með rentu og hvað þá neiðarþjónustan, nei nei hann sagði bara ég er ekki að koma þarna og taka eitthvern fugl fyrir 5000 kr og þú getur vel gert þetta sjálf, ég sagðist nú alveg vera tilbúin að borga þetta en hann sagði mér að reyna og hringja þá bara aftur......þvílík neiðarþjónusta......
Ekkert gekk og ég var búin að átta mig á því að neiðarþjónustu meindýraeyðirinn var ekki til í að koma, fór ég bara til nágrannans, jamm mín ætlaði að láta aldraðan mann sjá um þetta vandamál fyrir mig, ég sem var búin að vera að vona að eftir smá stund kæmi minn riddari á hvíta hestinum og bjargaði mér úr þessari krísu, það náði enginn að lesa hugskeytið mitt þannig að meður var bara að leita að hjálp og nágrannin hjálpaði mér og það tók hann ekki langan tíma að koma fuglinum út.....
|
Ég er bara komin snemma á fætur í dag, ég fór í atvinnuviðtal og held ég að það hafi bara gengið alveg hreynt ágætlega.....vona það allavega. Heyrðu svo kemur mín heim og er þar brjálaður fugl í glugganum og ég veit ekkert hvað ég á að gera, Hjalti var komin í vinnuna og var eitthvað búin að vera að reyna að ná honum og sagði bara við mig "það eru leðurhaskar á stofuborðinu" jamm eins og ég ætli að reyna að taka hann, hvað ef að hann meiðir sig litli fuglinn.
Ég fer og finn mér háf og ætla að reyna að háfa hann, en það gengur ekki vel hann komst alltaf uppúr helvítis háfnum, fuglin búin að skíta á allt örugglega af hræðslu og ég einnig alveg að gera í buxurnar.
Ég fékk góða hugmynd, hringja bara á meindýraeyðir.......það vildi enginn koma, svei mér þá og þeir kalla sig meindýraeyðir bera ekki nafn með rentu og hvað þá neiðarþjónustan, nei nei hann sagði bara ég er ekki að koma þarna og taka eitthvern fugl fyrir 5000 kr og þú getur vel gert þetta sjálf, ég sagðist nú alveg vera tilbúin að borga þetta en hann sagði mér að reyna og hringja þá bara aftur......þvílík neiðarþjónusta......
Ekkert gekk og ég var búin að átta mig á því að neiðarþjónustu meindýraeyðirinn var ekki til í að koma, fór ég bara til nágrannans, jamm mín ætlaði að láta aldraðan mann sjá um þetta vandamál fyrir mig, ég sem var búin að vera að vona að eftir smá stund kæmi minn riddari á hvíta hestinum og bjargaði mér úr þessari krísu, það náði enginn að lesa hugskeytið mitt þannig að meður var bara að leita að hjálp og nágrannin hjálpaði mér og það tók hann ekki langan tíma að koma fuglinum út.....
|