..::Ragnheiður::..

laugardagur, maí 15, 2004

Smá sem ég stal af síðunni hjá sóðabrókum

Veðrið á Íslandi

+15°C
Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga. Íslendingar liggja
í sólbaði.

+10°C
Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.
Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C
Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.
Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C
Eimað vatn frýs.
Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C
Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.
Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn skellur á.

-10°C
Bretar byrja að kynda húsin sín.
Íslendingar byrja að nota langerma boli.

-20°C
Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.
Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í garð!

-30°C
Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar. Íslendingar hætta
að þurrka þvott úti.

-40°C
París byrjar að gefa eftir kuldanum.
Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.

-50°C
Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.
Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von eftir alvöru
vetrarveðri.

-60°C
Mývatn frýs.
Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.

-70°C
Jólasveinninn heldur í suðurátt.
Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt brennivínið sitt
úti. Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.

-183°C
Örverur í mat lifa ekki af.
Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.

-273°C
Öll atóm staðnæmast vegna kulda.
Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.

-300°C
Helvíti frýs!
Ísland vinnur Eurovision!

|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hvað er þetta með mig og vesen, eða öllu heldur þessa bölvuðu búslóð

Þetta er ekki búið enn, en búslóðin er þó komin á öruggan stað en ljóti bílstjórakallinn sem rukkaði mig alltof mikið.....og mín auðvitað alltaf að reyna halda öllu í rólegheitunum gerði ekki neitt nema að borga þennan svaka pening sem var meira en helmingi hærri upphæð heldur en hann nefndi fyrst.....helvítis krimmi.

Og núna áðan hringdi mamma (ég svo mikill kjúklingur sem vill ekki rífast við neinn)og er eitthvað verið að reyna að leysa þetta við kallinn en ef hann gerist algjör þverhaus þá á ég að fara með þetta til aganefndar og gera formlega kvörtun.....þeir eru örugglega að reyna að losna við þetta gamla skass sem á að vera komin á eftirlaun, hann gat varla loftað hlutunum og þetta á víst að kallast hjálp.....burðamaður sem hjálpar, en nei það var ég sem var hörkutólið í þessu máli...helvískur.

ég held að ég eigi heima í hörkutóla deild íslands og ég gæti farið að keppa á heimsmeistara móti í hörkutólum og verða landinu til sóma.....mig vantar bara lessutitlinn.....hummm.....ef ég væri með hann væri allt miklu auðveldara þar sem að það er eitthvað lítið af fallegum karlmönnum sem að eiga leið til mín en ég er að segja það, það er allt krökt af kvennfólki...hvað er málið.....ég er kanski svona fráhrindandi hörkutól, verð að sínast auðmjúk....og kalla á hjálp....
heyrðu mín í eitthverri kræsu....guð ég hef alltof mikin tíma......verða að hætta að hugsa svona mikið.....

ekki satt...............

|

mánudagur, maí 10, 2004

Og ég bíð enn, eftirvæntingarfull...eftir fleirum en hringingu frá vinnuvon

Ég er bara víst alltaf að bíða, þá auðvitað í fysta er ég alltaf hreint að bíða eftir vonandi verðandi vinnuveitanda mínum, ég talaði við hann á fimmtudag og hann sagðist fara yfir umsóknirnar á föstudag eða á mánudag og já núna er mánudagur og ég bíð....

ég bíð líka eftir helvítis búslóðinni, það er sko allt búið að vera í klessu í sambandi við hana, alltí bulli og vitleisu og er ég búin að vera á fullu að fara uppí tollskoðun að athuga hvort að það væri ekki búið að hunskast til að tollskoða þetta dót, en nei í þriðja skiptið sem að ég fór, höfðu þeir það að segja mér að það væri ekki hægt að tollskoða dótið mitt fyrr en væri búið að laga ruglið sem var hjá eimskip, hummmm, já allt var í rugli og mín kom þurfti að sortera sótið sitt frá Árnýjar og á meðan var árný að bíða eftir sínu dóti......sem var víst bara nokkrir kassar....en það vissi enginn, og hélt hún að fluttningar karlinn væri að grínst í henni þegar hann mætti á hlaðið.....jæja og allt þetta þurfti á gerast fyrir klukkan 13:30 vegna þess að ég ætlaði að ná baldri en var að sjá að það var ekki að ganga en nei ég tala við árný eftir sorteriguna og allt hringir hún klukkan eitt og lét mig vita að við gætum farið að leggja bráðum af stað í hólmin.....Og var svo brunað af stað.....og bensíið í botn.

Svo þegar ég er komin á Brjánslæk þá bara var einginn að sækja mig....helvísk......var komin með morg ljót orð í hugan...en ég er svo fáguð að ég lét það vera með að segja....sumt af því.
ég rölti af stað....í miðri sveitinn......ekkert þéttbýli nálægt.....og vona bara að hún sýstir mín komi bráðum....en ég þufti ekki að labba langt....bara nokkur skref þá mætti hún á svæðið konan.
Og eyddi ég helginni á Patreksfirði að leika við hana sætustu frænku mína í heiminum....og er hugsanlega að fara aftur næstu helgi í Evróvison Party, party af fjölskyldu stærð, bara voða næs.....og auðvitað að sjá sætustu aftur.

En núna er biðin á enda með búslóðina og ég vona að ég heyri frá vinnuni á eftir......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger