..::Ragnheiður::..

sunnudagur, apríl 11, 2004

Tíminn líður of hratt

Ekki er langt þangað til að ég sný aftur til danaveldis, hummmm ég er ekkert voðalega ánægð með það þar sem að ég er búin að eiga alveg svaka fínan tíma hérna heima í koti, öll fjölskyldan saman komin og allir í góðu skapi og ekkert fermingarstress allt tekið ´rólega og allt að verða tilbúið fyrir stóra dagin sem verður á morgun.

Ég er búin að gera ýmislegt sem ég hef ekki gert í langan tíma, kíkja í heimsókn í sveitina, fara í sund, húsdýragarðinn, taka til í garðinum hérna heima.....þar sameinaðist öll fjölskyldan og áttum við alveg hreint fínt fjölskyldu móment þar.

Eiginlega langar mig ekkert að fara aftur út svona fljótt, en maður á víst flugmiða og verður maður víst að nota hann, en ég verð víst að fara að hætta þar sem að það þarf að taka smá til svo allir verði glaðir.......og stebbi er víst að reyna að troða sér í tölvuna.......frekjan.........

En ég vill bara óska öllum gleðilegra páska og gleðilegt páskaegg.........p.s.......búin að borða slatta í dag af páskaeggi.......hummm...maginn minn....

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger