..::Ragnheiður::..

föstudagur, mars 19, 2004

Subbulegir dagar.....

Ég er hérna fyrir framan tölvuna vegna þess að ég er ekki alveg að nenna að horfa á einn enn leiðilegan ameríska þátt frá 1980 og ég held að Ricky Lake sé komin af "One to watch" listanum, í bili allavega.........það er svo sem alltaf hægt að skjóta augunum annað slagið á hana svona ef að maður hefur ekki mikið að gera.
Já ég er búin að vera veik heima þessa vikuna......voða gaman eða.......EKKI.
Sólin er búin að vera úti, ég með risa stóra glugga....umferðin fyrir utan þannig að maður þolir kannski ekki að vera með opin glugga allan daginn þannig að ég sit bara hérna ein heima með sjónvarpið og tölvuna....sólina innum gluggan, ég búin að sitja í nokkra daga með skítugt hár og stírur í augum.........og skítug manneskja og sól eiga ekkivel saman......
Það þýðir ekkert að sleppa baðferðunum þegar maður er veikur með sól innum gluggan.....þannig að ég held að ég fari í sturtu á eftir, áður en það líður yfir mig af fniknum af sjálri mér.........

Sætt að vera með svona drulluyfirlýsingar.....en það er bara svona svona vill maður vera þegar maður er lasin svo manni líði nú aðeins meira lasin og hafi ekki samviskubit á því að hafa ekki mætt í skólan, maður er alltaf að reyna að réttlæta allt og endar þetta allt með að maður fer að ljúga af sjálfum sér til að sleppa við einn dag í viðbót án sturtu, en ég held að það sé kominn tími á mig........sætt.....hummmmm

En núna eru bara 15 dagar þangað til ég fer heim......jibbbbýyyyyy.......ég er svaka spent að fara heim það er alltaf svo gott að fara heim að slappa af og láta sér líða eins og maður hafi ekkert farið í burtu, láta hugsa um sig og maður fær að hugsa um aðra en sjálfan sig!!!

|

mánudagur, mars 15, 2004

Afmæli hennar Árnýar

Sló sko heldur betur við föstudags afmælinu......þó að það hafi nú ekki verið mjög erfitt, en þetta sló eiginlega bara síðustu djömmum við, allavega var svaka gaman, það var allavega mikið drukkið og var boðið uppá eitthvert staup sem var með negul bragði, það var eins og vera komin með "jólaandan" eftir niðurkingslu og kannski líka eftir nokkur staup og þónokkra bjóra.

Svei mér þá það kom bara fullt af skemmtilegu fólki og fullt af boðflennum en Árný var alltaf kát að fá fleiri gesti....eins og Eva sagði þá er þetta (þá að fá gesti þótt að hún þekkti þá ekki) besta afmælisgjöfin......
Svo var farið á boogies og var þar djammað langt ´fram á nótt og svo var bara farið að sofa og vaknaði ég enn í því, Árný hringdi og við fórum að fá þynkumatin, en það var ekkert þynkumatur þar sem að maður var enn vel drukkin og í góðu skapi.....en ekki varði það lengi ekki þegar það fór að renna af manni og maður búinn háma í sig Mac Donalds og sælgæti.

En allavega þá líður manni vel í dag og eru komnar afmælis myndir á netið og þar getið þið séð að það var svaka stuð.........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger