..::Ragnheiður::..

laugardagur, mars 13, 2004

Hvað er málið????

Ég skrifaði blogg í gær sem því miður fór ekki inn.....en ég held kannski að það hafi verið merki frá "guði" að það hafi ekki verið fyrir almenning hefði ég örugglega skammast mín fyrir mínar væntingar. Ástæða: Bloggið var með stórt skemtilegt djamm í huga en því miður varð ekki mikið úr því fyrir utan persónulega trúarjátningu......eða ekki ég held að ég tilheyri syndinni.
Það hefði verið tilvalið að fá fermingarkirtilinn og mæta í honum og blúndu hanskana sem voru því miður bara einu sinni notaðir og hefði þetta getað verið í annað skiptið sem þeir hefðu sýnt hreinsemd mína.
Maðuir mætti með fullan poka af bjór tilbúinn í skrallið, gömul kona kom og tók á móti mér........hugs.......ég er örugglega í vitlausu húsi þar sem að ég hefði ekki hugsað mér að eyða því með gamalli konu sem á frekar heima á elli heimili heldur en í einkahúsi...(ekkert ílla meint). Ég kem inn í stofu gömlu konunnar og trúin tekur á móti mér, ekkert nema krossar oghelgi myndir að taka á móti helgispjöllunum sjálfum, allir sitja í hring og var búið að undirbúa leik.......kannski gæti það orðið skemmtilegt....hummmm....think again......það var nú aldeilis ekki, þetta var svona sannleikur eða kontor....yfirleitt skemmtilegur leikur, en þarna voru spurningar eins og ertu trúuð, hefuru logið og hvenær var það síðast sem þú laugst, stærstu mistökin og "guð" má vita hvað. Alla vega fengum við skemmtilegar ræður frá afmælisbarninu um trú og var harð bannað að taka upp bjór.......ég sá bjórinn verða sveittan og heitan að bíða eftir því að hann yrði drukkin en ég hefði verið rekin út......heyrðu afhverju fattaða ég þetta ekki fyrr.
Árný bjargaði mér með því að hringja í mig, en sem betur fer var ég búin að baragða á dágóðum brauðbollum og rababara gumsi með rjóma, og ég sem eldaði mér hafragraut í kvöldmat....hummmm....ég hefði getð fengið mér meira af þessu dýrindis réttum sem voru í boði, Árný bjargvættur.........þegar hún hringdi gat ég logið mér útúr þessari neiðarlegu aðstöðu sem ég hefði komið mér í og lét ég einn bekkjarfélaga vita af ferð minni heim, hún hvíslaði að mér spurningu.......Hefuru prufað þetta áður?.....ég leit á hana og sagði nei, en ég er farin, gangi þér vel hér það sem eftir er, þá var lagið "All the beutiful peoble" og við þurftum að þaga og hlusta á textan.....en þá var ég að fara og fékk að launum orð úr biblíuni frá afmælisbarninu......en guði sé lof slapp ég út.

En núna á ég von á góðu afmæli. og vil ég enda þettaa blogg með indælis orðum frá Indversku prinsessunni....svona ætla ég að hafa það í kvöld:

Ást á pöbbnum :
Hún hitti hann á pöbb eitt kvöld
á Country pub í Reykjavík
Hún starði á hann mjög ákveðinn
Hann glápti á móti dauðadrukkinn
Hún kinkaði kolli og blikkaði hann
Hann var dáleiddur af allann Vodkann
Hann fór til hennar og sagði
hvar hann var frá
Hún sagði "Veistu hvað?"
Við höfum sameiginlegt
því við komum bæði frá Kópavogi

Ást á pöbbnum, þau féllust í ást á
pöbbnum
Nú grætur hann - Hann átti að kynnast
henni fyrst
Hún eyðir öllu hans fé. Hann sparar
ekki neitt
Hann vildi kaupa hús, en hann á varla
fyrir öl krús
Til að gera allt verra hann missti vinnuna
í staðinn að vinna fór hann norður með henni
Hún dróg hann til Akureyrar
Þau dönsuðu línudans fram til klukkan 3
Syngjandi.....við komum bæði frá Kópavogi.

meira á morgun............

|

mánudagur, mars 08, 2004

Skrítnir dagar......

Ég held barasta að ég sé komin með alsheimer á byrjunarstigi.....það liggur við að ég viti ekki hvað ég heiti....þar sem ég hef ekki verið þekkt fyrir það að skrifa það rétt og þá sáust eða fundust engin merki um alsheimer.......ææææ það er svo langt og það er bara erfitt stundum að muna alla stafina. En allavega þá byrjuðu einkennin að koma í ljós um fimmtudagsmorguninn.

Gleymdi mikilvægum teikningum heima og læsti mig úti....þannig að ekki var hægt að ná í neitt fyrr en klukkan 4 í fyrstalagi þegar Árný kæmi heim.
Gekk frekar vel um helgina áður en að sunnudagur skall á, vaknaði og gleymdi endursýningunni í sjónvarpinu af þátt sem ég ætlaði svo að horfa á sem gerist þó oft og mundi maður nú ekki kippa sér upp við þetta ef að þetta væri það eina þennan dag. Ákveðið var að pakka þvotti og dóti saman til að fara með það heim, eftir nokkra dvöl hjá Árný en því miður gleymdist það allra mikilvægasta.......veskinu og símanum og þið vitið hvernig þið eruð án þessa nauðsynja hluta, hjóla til baka til að ná í þetta en lét Árný fá lyklana mína þar sem hún var að nota þvottahúsið.......allavega fer ég og læsi hjólinu.........og var það ekki áætlunin þar sem að lyklarnir voru heima........reyni að draga hjólið en það gekk ekkert svakalega vel og var vel horft á mig þar sem að það leit út sem ég væri að stela hjólinu......ég rölti nokkurn spöl og gefst svo upp og hringi í Árný til að bjarga mér.
Set í þvottavélina og setti hana á stað án þess að setja það sem ég ætlaði að setja í hana og er enn í buxunum sem ég var að fara þvo.......fer upp.......3 hæðir....samt eiginlega 4 ef ég væri á ísl........og fer svo aftur niður og viti menn ég gleymdi þvottaefninu........rölti aftur upp og svo aftur niður.....
Svo í dag þurfti ég að gera mér ferð aftur heim í dag til að ná í dót sem maður er að gleyma heima......hvenær ætlar þetta að enda........

En furðulegt en þó þá hef ég verið með lagið.....Always look on the bright side of life.....dadara dadaradada...... á heilanum sem hefur hjálpað manni á þessum....furðuegu óhappadögum.......En allavega þá er búið að bjóða mér í annað afmæli....svei mér þá 3 afmæli á einni viku....frekar erfitt að slá það út......það verður örugglega svaka stuð öllum bekknum var boðið....

Og vil ég bara enda þetta með nokkrum línum úr Hávamálum.........

Vits er þörf,

þeim er víða ratar;

dælt er heima hvað.

Að augabragði verður,

sá er ekki kann

og með snotrum situr.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger