..::Ragnheiður::..

laugardagur, mars 06, 2004

Fyrsta vikan á enda.......3,5 vikur eftir......

Maðu er að telja niður.....maður bara verður, alltaf gaman að hafa eitthvað til að telja niður þá er eitthvernvegin allt svo snökkt að gerast og allt í einu er maður búin að telja niður allt árið.

En allavega er vikan búin að vera álveg hreynt ágæt en samt mikið að gera, við vorum að klára verkefnið okkar í skólanum´, fór í vetfangsferð á fimmtudag og var það heldur þreytandi ferð en með ágætisfólki þannig að það bætti úr því , svo í gær var maður bara búin snemma í skólanum og svo þegar Árný kom heim þá skelltum við okkur bara á Sir Club og fengum okkur nokkra öllara og ákváðum svo þegar við vorum farnar að finna á okkur að fara heim að elda og glápa á sjónvarpið.....ef við hefðum farið eitthvað lengra í þessari drykkju okkar í gær hefðum við ekki meikað kvöldið lengi þannig að við fórum heim að elda kjúlla sem var búin að pirra okkur alla vikuna......það sem þessar ljótu dagsetningar á matvörum......það á bara að vera hægt að borða matinn sinn þegar maður vill en ekki eftir eitthverri dagsetningu, en alla vega við með fullan maga afpirrandi kjúlla dottandi fyrir framan imban og klukkan ekki orðin 11......skellt ser uppí rúm og steinrotaðist......hvað á þetta að þýða á fösturdagskveldi.

Það var þó alveg hreynt voða fínt að fara svona snemma að sofa þá vaknar maður snemma og það sem við erum ekki búin að gera í dag og klukkan ekki orðin 12, ótrúlega fínt.
Ég skellti mér í bakaríið og það var ekkert smá næs, maður var allt í einu komin í eitthverja allt aðra menningu, allt svo hljóðlegt en bara nágrannar að kjafta saman á náttfötunum fólk að labba með hundana sína og hinir úti að hlaupa......hummmmm.....allt annar fílingur.

|

miðvikudagur, mars 03, 2004

Sólin er komin og grundirnar gróa....

Já það er komið vor í loftið og á núna bara eftir að fara hlýnandi....7, 9, 13 eins gott að vera varkár......en allavega er ég komin í vorfýling líður eins og það sé komið yfir páska á íslandi, maður verður bara eitthvað svo bjartsýnn og glaður á svona dögum.
Núna er alveg brjálað að gera hjá manni í skólanum við að búa til plaggat með húsateikningum á voða flott, það er fyrra verkefnið sem við eigum að skila á þessari önn og gengur það bara vel, verð þó að vera dugleg að teikna heima í dag þar sem að maður er búin að segjast vera búin með eitt og annað og er það víst bara plat þannig að núna situr maður upp með fullt af verkefnum sem ég ´þarf að gera fyrir morgun daginn....maður vill nú frekar ljúa heldur en að líta ílla út.....það er bara svona.
Svo á morgun er ég að fara að hitta íslendingana í vetfangsferð að skoða byggingar....og förum við í gamla skólan sem að ég var í fyrst....þar að segja margmiðlunarskólan og kannski hitti ég eitthvern sem að ég þekki...gamla bekkjarfélaga....ég væri svo sem alveg til í það.

Núna er Níels farinn heim til íslands og´er ég hálfpartinn flutt inn til Árnýar þangað til páskarnir koma og á eftir páska mun hún flytja til mín og vera þar þangað til skólinn hennar er búinn.
Þetta er svo sem voða kósý að hafa eitthvern í kringum sig alltaf, manni lætur sér allavega ekki leiðast og svo auðvitað allar þessar partýhelgar framundan......þetta verður alveg æðislegt. Og vonandi verður mánuðurinn fljótur að líða.......já og heyrðu það er 3 í dag þá er bara akkúrat mánuður þangað til ég kem heim um páskana...gaman...er strax farin að hlakka til, ég held að þessar íslandsferðir mínar haldi mér gjörsamlega uppi hérna, alltaf eitthvað að hlakka til.....
.......
.......
þangað til seinna.......

|

sunnudagur, febrúar 29, 2004

Verið að nota myndavélina

Já já alveg hreint á fullu og eru myndir úr partýinu sem ég var í hjá Árný og Níels um helgina..... Party!!!!

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger