..::Ragnheiður::..

föstudagur, febrúar 20, 2004

Brunabjallan á fullu

Mig datt í hug þegar ég vaknaði í morgun við brjálaða brunabjöllu allstaðar í kringum mig, það er verið að gera við brunakerfið í húsinu og vissi ég það......en by the way fáránlegt að vera að gera við brunakerfið í vetrafrísvikunni þar sem allir nemar eru sofandi.......þeir mættu á staðin um 7:30 en sem betur fer varð ég ekki vör við þá fyrr en um 10 leitið.
En allavega um daginn fór brunabjallan á stað og voru engar auglýsingar um eitthverjar viðgerðir þá.....hún hefur örugglega eitthvað klikkað þennan dag og ég var að hugsa um mín viðbrögð í þessu máli og hvað ef þetta hefði ekki verið bara sma bilun í kerfinu heldur alvöru eldur.......

Brunabjalla í gang:
Hvaða skelfilega hljóð er þetta........djo...ansk......
hummm er eitthvað að brenna inni hjá mér.....eða reykur
ekkert svoleiðis......humm.....hvað er þá í gangi......og ég enn á náttfötunum
huggssss kannski ef að ég bý til vind við skynjaran inni hjá mér........huuummmmm
Ekki góð hugmynd þar sem að þetta heyrist líka frami á gangi
KANNSKI ER EITTHVERSTAÐAR ELDUR
hummmm hvað á ég að gera
best að klæða sig í....
en í hvað á ég að fara........hummmm
og hvað á ég að fara að gera úti á meðan.......hummmmm
æ ég fer bara í bakaríið og kaupi mér brauð......namm namm
En ef það er alvöru eldur get ég ekki skilið tölvuna mína eftir
skólataskan tæmd og talva sett í staðin.......og allt gert á frekar rólegum nótum.
fer út og mæti eitthverjum frammi á gangi og er hann frekar mikið að drífa sig......en hann fer í vitlausa átt....inní
íbúðina sína.....hummmm kannski er hann líka að ná í tölvuna sína.
labba niður stigana og eyrun eru að springa af látum....
mæti viðgerða köllum
og brunabjalla stopar.......hummm....þetta var þá bara plat.........
hugggsssss.........

En málið með þessu er að ég hefði örugglega brunnið inni ef að þetta hafi verið alvöru eldur......og var þetta meira um að líta nú ekki ílla út....þar að segja eins og hálviti....hlaupandi út á náttfötunum í tremma öskrandi eldur eldur......
en er það ekki betra en að brenna inni....allavega þegar ég var í þessum...plat bruna var ég með lélegustu viðbrögð sem þekkst hefur og þakka ég guði fyrir að vera á lífi....í þessum plat heimi þar sem plat brunin átti sér stað.
Mig vantar aðstoð, mig vantar betri viðbrögð....er ekki til eitthvað námskeið í svona málum??

MIG VANTAR HJÁLP!!!!!!!!!

|

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ég er búin að sétja gestbók endilega sétið Nokkur orð í belg

|

Hvað er málið........

Ég sit hérna ein heima, með sjónvarpið á fullu og að reyna að finna mér gott lag að hlusta á af öllum þaim lögum sem ég er búin að vera að downloada en þegar maður er komin með svona mikið í tölvuna, þá er erfitt að velja.
En það sem ég á að vera að gera er eitthvað allt annað, en í gær gerði ég bara það sem var skemmtilegt fékk heimsókn og fór svo á kaffihús um kvöldið og kom ekki heim fyrr en ég var farin að geyspa og nærri sofnuð......eða var ég sofandi allavega vorum við Sigurrós að ræða ansi stóra drauma, við ætlum að útbúa aðal skemmtistaðin sem að vera staðsettur á íslandi......allavega góðir draumar.
Og þegar var skellt sér uppúr makindunum á kaffihúsinu og öllum draumunum sem munu rætast einn daginn í kuldan sem var komin og skalf maður og geyspaði til skiptis á leiðinni heim, en svaka fínt kaffihúsakvöld með þér Sigurrós.

En í dag þá var þetta voða kósý dagur, en ég eyddi honum þá mest með sjálfri mér. Vaknaði upp um 11 leitið fékk mér góðan og hollan morgunmat og skellti mér svo í leikfimi og svo fór ég í ljós go svo kom ég hér heim og það var svo kalt hérna heima hjá mér að ég ákvað bara að skríða undir sængina....hummm.....góður dagur, en það er allavega víst að morgundagurinn mun fara í það að læra....læra læra læra.....hummmm eitthvað sem verður að gerast.

jæja síjú...adios...bless......hi......og halelúja

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger