..::Ragnheiður::..

sunnudagur, janúar 04, 2004

enn eitt árið að byrja......og meiga þau vera mörg í viðbót

já nuna er maður að byrja á nýju ári og leggst það bara vel í mig, þó að ég hafi endað það síðasta með stæl á þó góðum gamlársdegi.

Árið 2003 var alveg hreynt með eindæmin ágætt og er ég búin að gera ýmislegt skemmtilegt og er þetta örugglega búið að vera ár breytinga.
Það byrjaði á því að ég fór út til DK og fór í margmiðlunarhönnun og kynntist þar fullt af skemmtilegu fólki en ákvað nú samt að færa mig yfir í Byggingarfræðina í haust, ég fór heim í nánast öllum fríum fyrir utan vetrarfríin 2 sem hafa komið. Núna er ég búin að vera heima um jólin og hefur það verið alveg hreynt æðislegt, safna saman orkunni sem að ég held hafi verið á síðustu dropunum áður en ég kom og vona ég að ég nái að fylla orkumælirinn að fullu svo að ég geti haldið út nýja skólatörn.....sem byrjar þó á prófi.....ekki mjög spennandi og ég ekki nógu dugleg að læra.....en ég lofa að læra núna næstu daga.....hvað ætli ég hafi sagt þetta í marga daga en það skiptir ekki máli núna ætla ég að verða dugleg.

Gamlársdagurinn byrjaði með Ríó trío sprengju í eyrað, þar sem ég vaknaði við heldur hressandi tóna og varð mín frekar pirruð að vera rifin upp af góðum svefni, beint í sveifluna......maður verður bara að vera smá vakandi til að hlusta á svona rífandi tónlist, ok. ég fékk mér morgunmat og ekki leið á löngu að eg fékk þessa fínu skitustingi í magan og þá var voðin vís, og allt á fullu hér á bæ og varð maður víst...hálf veikur að taka þátt í geðveikinni. Sem betur fer var allt batnað þegar leið að kvöldinu og gat ég átt góðan kvöldverð og allir fengu hatta og sprengju með málshátt....minn var svona "töluð orð og tapaður meydómur verða ekki aftur tekin". Ríó Trío var aftur sett á til að leyfa litla dýrirnu á heimilinu að dansa við og var svo haldið af stað í annað heima hús og horft á skaupið......sem að var með eindæmum lélegt.....þó að ég ætti svo sem ekki að vera að dæma það þar sem ég hef ekki verið á landinu til þess að fylgjast með......en hef ég þó heyrt frá öðrum og var þar sama álít og hjá mér. En alla vega þá héldum við á stað í ´leiðangur með nesti (freyðivín) og leiðin lá á hallgrímskirkju þar sem átti að horfa á flugeldarnar fallegu en það sem toppaði daginn hjá mér var að ég hrundi á rassinn í allri hálkunni og var það ekki gott og er það rétt að jafna sig núna, en eftir það þá beið ég eftir að það kæmi flugeldi sem mundi stefna á mig en nei ekkert kom og klukkan sló 12.

Nýtt ár mikið fullur og partý og miðborg Reykjavík, nóttin var ung.


|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger