..::Ragnheiður::..

mánudagur, desember 13, 2004

Búin að kaupa allar jólagjafir

Og ekkert smá kát með það, þar sem jólagjafainnkaup eru ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en allavega þá afrekaði ég ótrúlega mikið um helgina. Það var jólahlaðborð hér í vinnunni og var drukkið mikið af jóla"öli" þar og vaknaði ég svo eiturhress um morguninn og fór að passa hana litlu sætu Rakel frænku mína og eyddum við deginum með Guðrúnu, Gerði og viktoríu á laugarveginum í svaka jólafíling og svo var farið í Smáralindina um kvöldið og gert öll jólainnkaupin, frekar erfitt þar sem maður var búin að vera að ganga allan daginn og djamm nóttina áður. En ég ætlaði mér að klára þetta og ég gerði það, þó svo að klukkan korter í 10 hafi ég verið alveg að deyja....hefði hugsanlega getað fengið mér sæti og sofnað og verið tilbúin í jólainnkaupinn úthvíld daginn eftir en ég ákvað á seinustu stundu að losna frekar auðveldlega útúr jólainnkaupunum....sem ég er bara frekar ánægð með að ég hafi gert.
Svo í gær var ég að skreita og taka til og pakka jólagjöfunum og fór í matarboð og í kringluna til að kaupa meira skraut. Og ég fór líka 2x inn í nýju íbúðina hennar systir minnar til að skoða allt voða vel og spekúlera með henni í öllu þessu sem þarf að spekúlera þegar það er verið að byggja.
Í öllu þessu sem ég gerði um helgina náði ég líka að horf á 2 bíómyndir í nýju græunum mínu....úpppppff guð hvað maður er duglegur.

Svo er það bara spenna eftir hugsanlegu djammi næsta föstudag....endalaust þetta djamm, er að safna kjarki fyrir það og hef ég alveg nokkra daga.

Og ég mæli með commentadálkinum hér fyrir neðan....fólk orðið eitthvað extra latt við að heilsa uppá mann með skemmtilegum commentum...

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger