..::Ragnheiður::..

fimmtudagur, október 07, 2004

Maður er bara ekkert að nenna að blogga þessa dagana.

Það líður alveg heil vika á milli blogga hjá mér svei mér þá hvað maður er orðin slappur í þessu og engin hefur kvartað....það er nú eitthvað nýtt. En allavega þá hefur hellingur gerst í mínu litla lífi.

Ég fór í ferðalagið með vinnuni að kárhnjúkum og var það svaka stuð þó að við fengum ekki að fara mikið úr rútunni vegna þess að við vorum stödd á vinnusvæði og gætum auðveldlega fengið eitthverja steina í hausinn....og ekki viljum við að það gerist, þannig að allt svæði var skoða útum móðuga gluggana þannig að ekki sást neitt voðalega mikið nema andlitið á manneskjuni sem horfði útum gluggan og flash-ið af myndavélum. En svo var farið á útibú VST á Egilstöðum og fengið ser harðfisk, hákarl, brennivín, og bjór.....fékk mér þó ekki allt sem í boði var.
Svo var haldi af stað á hótelið og fengið sér bita af hreyndýrakjöti og stórakarteflu, og besta ís sem ég bara hef smakkað og svo var öllu skolað niður með rauðvíni.

Og á meðan á öllu þessu stóð þá var kona að skoða íbúðina mína og gerði svo tilboð í hana, þannig ég er búin að selja....sem sagt henti leigendunum út á hárréttum tíma....borgar sig að taka smá áhættur í lífinnu....þannig ég er svaka kát þessa dagana og á fulli í leikfimi þó að dagurinn í gær hafi verið með aðeins öðru sniði......það var sko borðað í gær, þar sem það var KFC í matinn í vinnunni og svo stór afmælisterta og svo var mér boðið í afmæli heima á álftanesi hjá henni Rakel því að hún var 2 ára go þar var borðað kökur, þannig það verður að taka sérstaklega vel á ef ég æla að ná eitthverjum árangri í heilsuátakinu.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger