..::Ragnheiður::..

föstudagur, ágúst 20, 2004

Luftgitar og Megasukk

Er það ekki málið þessa helgi, vera menningarlegur og leyfa þeim skrítna fólkinu að njóta sín. Ég er allavega frekar spennt að mæta þá sérstaklega á Megasukkið. Óg ég hugsa að maður verðu ekki fyrir vonbrygðum að kíkja á Luftgitar mótið að horfa á alla snillingana sýna sínar bestu hliðar....það er nú ekki eins og þessir listamenn fá oft að njóta sín opinberlega, en þeir eru þó með heimsmeistarkeppni sem er alltaf haldin í svíðþjóð....held ég, kannski að þetta verði það gaman að maður á eftir að kaupa sér miða til svíþjóðar á hverju ári....ég meina hvað veit maður.....alltaf gott að finna nýtt áhugamál.

En allavega þá fór ég í bíó í gær á hina umtöluð heimildarmynd Fahrenheit 9/11, hún var fín, ágætis húmor en frekar ógeðslegar myndir frá Írak, kannski aðeins of mikið af þeim.....en það var víst verið að reyna að koma skilaboðum áleiðs hvað Bush sé heimskur og vitlaus að fara í svona stríð við eitthvern sem aldrei hefur gert neitt til að skaða bandaríkin og svo fannst mér samsæriskenningin um Bush fjölskylduna og Binladen fjölskylduna algjör snilld......en svona er þetta þessi spillti heimur sem við búum í.


|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger