..::Ragnheiður::..

mánudagur, ágúst 09, 2004

Er ekki spenna fyrir dönsku dagana??

Afmælishelgin mín var svo sem ekkert sérsök ég fór á gay pride--ein með sjálfri mér og fór svo í bío um kvöldið á æðislega mynd sem heitir Good by Lenin svaka fín mynd sem ég mæli alveg með. Og er það með upptalið að mestu, fór samt á smá heimafillery--ekki ein með sjalfri mér, var bara svona lítið party ......eða eiginlega bara svona heimsókn með áfengi sér við hlið og svo á sunnudeginum var rúttað ölludótinu mínu í bílskúrnum og sorterað og svo notið sín í heita pottinum.

Svo sem alltí lagi helgi, en bjóst samt við meiru þar sem ég var eiginlega fyrr í sumar búin að plana partý, en þar sem að ég fékk ekki íbúðina mína strax varð að frest því, hver veit nema að það verði heldið eitt gott í haust, maður veit aldrei.

Svo eru það dönsku dagarnir sem að maður mætir nú á af gömlum vana og ánægju, ég hef svo sem ekkert meira að segja um það.

Ég get bara ekki beðið eftir því að það komi haust og ég get farið að flytja það er það eina sem að ég get hugsað um þessa dagana, ekki er það oft sem maður bíður eftir vetrinum með eftirvæntingum....maður er orðin svo skrítinn en það er svona að vera ég.


|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger