..::Ragnheiður::..

mánudagur, júlí 05, 2004

Magnaðir tónleikar

Þá er Metallica búin og Placebo í sjónmáli.......ég skemmti mér ægilega mikið á þessu stóru tónleikum þó að um súrefnis skort hafi verið að ræða, en það segi sig nú bara sjálft að það muni verða súrefniskortur þegar það eru um 18000 manns að anda að sér sama loftinu í um 7-5 klukkutíma og ekki neitt flæði inn í húsið.
Það vissi eitthvernvegi enginn nákvæma tímasetningu á þessum viðburði en hafði ég heyrt að húsið opnaði klukkan 5 og upphitunarhljómsveitir byrjuðu klukkan 17:30, ég var mætt á svæðið um 17:30 í þeim skilningi að það væri nú bara einn, einn og hálfur tími í stór bandið en nei það voru hvorki meira né minna en 3 og hálfur tími að býða og voru 1 og hálfur tími beðið úti á bolnum, vegna miða sem voru á leiðinni frá akranesi og fengu þeir sér svo að snæða á KFC í Mosó og á meðan skalf maður en með lumskulegt bros......þetta var eins og útihátíð, fyrir utan að maður var alveg edrú.....voru það þó ekki margir. Og hvaðan kom allt þetta furðulið, alveg hreynt magnað að sjá svona mikið samansafn af furðufólki, gamlir rokkarar (sem eru heimilisfeður núna) dróu upp gamla uniformið leðurbuxurnar og eyddan metallicabolinn sem að var komin geymslu lykt af og svo var bara svitnað og út kom þessi undælis keumur af svita og fúkklykt.
Og talandi um gellurnar, í minnstu pilsum sem að sem að ég hef séð og með skóband til að halda uppi sokkunum og í svo stuttum jakka að maður var bara ekki viss hvort að þetta væri jakki eða bara brjóstahlífar.
Svo sá ég það að íslendingar eiga við offituvandamál að stríða......og er ég ekki undanskilin, þetta var alveg svakalegt, ég bara gerði mér ekki grein fyrir hversu slæmt þetta er orðið......ég segi bara svakalegt.....

En að tónleikunum sjálfum: þá segi ég bara ****1/2 stjarna.......magnaðir ótrúleg upplifun að horfa yfir allan þennan fjölda af fólki og með svona stórband á sviðinu með magnaðan trommara....geggjað.....og get ég ekki beðið núna eftir næstu tónleikum......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger