..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, júní 08, 2004

Rólegur fyrsti dagurinn

Ég sit hér fyrsta daginn í nýju vinnunni minni að gera ekki neitt nema vafra um á netinu.....sem er svo sem fint svona fyrsta daginn, ekkert stress eða ekki neitt, ég á samt von á að fá eitthvað verkefni í hendurnar bráðlega.

Maður er bara á fullu að kynnast öllum og hef ég eina alveg hreynt ágæta samstarfsmanneskju mér við hlið, sem er líka nýráðin eða hún byrjaði í gær...en þetta er fínt eg er voða ánægð að vera komin hingað og vona ég að ég eigi ekki eftir að klúðra þessu fína tækifæri.
Ég er með svaka fína tölvu sem að er alveg ný, var keypt fyrir mig með flatskjá ög öllu tilheyrandi, en skrifstofuplássið er ekki eins flott, það á þó að ráða bót við því.

Það er alltaf sama stuðið á mér á nóttunni, hundurinn vaknar á 2 tíma fresti til að fara út að pissa og auðvitað er Það ég sem tók það að mér að sinna þessu verki þannig að maður er ekkert voða vel sofinn eftir þessar 2 nætur með hundinum....en hun er bara svo sæt.

Svo er ég búin að reyna að downloada messenger en það gengur bara ekki.....hugsa að það sé læst fyrir þetta hérna....ussss svei mér þá, ekki leyfilegt að vera að kjafta við vini sína á netinu á vinnutíma.....hummmm.....

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger