..::Ragnheiður::..

mánudagur, júní 14, 2004

Fyrsta vinnustaðadjammið búið

Jamm, á föstudaginn þá fór maður á djammið með vinnuni, okkur var boðið uppí hönnun þar sem var boðið uppá vín og bjór og snittur, þar sem að það var enginn tími til að fá sér að borða áður en maður fór, fór vínið heldur betur að síga á mann og það bara eftir nokkra sopa og og var glasið alltaf fullt...humm frekar furðulegt þar sem ég var alveg svakalega drukkin.....það voru víst þjónar þarna sem að sáu til þess og loks þegar snitturnar komu hafði maður ekki vit á því að fá sér þar sem maður var orðin eiginlega of fullur, og hvað gerist þá.....hummmm.

Allavega varð ég alltof full þó að ég segi sjálf frá, það er svona að geta ekki talið glösin ofaní sig, og sem betur fer var þetta á föstudaginn þar sem að ég var alla helgina að ná upp eðlilegri líðan, svei mér þá.

Maður ætti að fara að athuga með bækling frá sáá þar sem að maður á að vera alki ef að maður hefur drukkið eitthvertíman það mikið að maður skammist sín fyrir það....ekki það að ég sé að segja að ég hafi lent í svoleiðis.....og var þetta allt í þeim dúr í bæklingnum og ef maður ætti að fara eftir honum væru allir alkar.......það væri ferkar sniðugt ef að við værum öll undir þaki sáá allt ísland og þá væri maður að reyna að smygla inn víni í staðinn fyrir dóp í gegnum tollinn.,..hummmmm

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger