..::Ragnheiður::..

sunnudagur, mars 21, 2004

Er ekki að koma sumar???.....hummm

Ég sit hérna inni og horfi útum gluggan, á bleytuna og rok.....eða rokið er eiginlega farið en allavega er hundleiðinlegt veður úti og maður neiðist til þess að hanga inn....
ömulegt þar sem var planað að fara í hjólreiðatúr með piknick körfu um helgina, alltaf eyðileggjast svona heilsuplön hjá manni og maður situr bara inni að borða allan þann gamla mat sem að maður finnur í skápunum sínum vegna letinar sem kemur með veðrinu.

Helgarsjónvarpið er ekki með besta móti hér í danmörku, ekkert nema fótbolti og endursýningar frá því í vikunni þannig að þolinmæðin fyrir letinni er á endarlokum.
Talandi um letina þegar maður hefur bara fullt að gera, þvo þvott og þrífa í holunni sína og lætur maður það alltaf bíða framm á síðasta dag......og núna er sunnudagur og þá eru allir......þú veist þeir lötu......að þvo sinn þvott og þá er ekkert létt að komast í þvottarvélarnar....

Ég bakaði pizzu í gær sem varð algjör puttapizza með tyggjó botn ég held að mig hafi aldrei misheppnast jafn mikið í pizzugerð eins og í gær.....en viti menn við átum hana...það er svona þegar maður er svangur kemst ekkert matarkyns framhjá manni...
Og var pizzan étin og gluggað í Braveheart á meðan....guð hvað það er langt síðan að maður horfði á það, maður með tár í augunum, seiga pizzu sem varla var hægt að kíngja.......hummmm.......en það tókst þó og var nærr öll pizzan borðuð......

En núna sé ég fram á heimferð.....bæði heim í mína holu hér......þar sem að maður er búinn að hanga heima hjá Árný alla helgina....og svo er ekki hægt að hugsa um heimferðina til ísland, við erum hérna tvær saman og getum ekki hætt að telja niður dagana, og ef við fáum leið á því þá fer maður að segja gamlar djammsögur af sér.....svona til minningar um ísland.

En ísland ég er að koma...........villery......bara 13 dagar........STUÐ:)

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger