..::Ragnheiður::..

laugardagur, febrúar 28, 2004

Partý og meira partý

Það er víst að helgarnar framundan eru fullbókaðar í veislum og partýhöldum....svaka skemmtilegt, allavega var mikil hlökkun í gær þegar við Árný vorum að plana afmælisveisluna hennar sem verður þarnæstu helgi og vorum við að djamma meðan við vorum að plana næstu djömm...maður bara fær aldrei nó, fyrr en maður vaknar daginn eftir og hugsar með sér........djo....helv....ansk......og fleiri orð yfir helvítis tekíla skot sem maður leyfði inn fyrir sinn munn í kæruleysiandanum sem maður er í eftir að maður er búin að drekka þó nokkra bjórana.
Og kannski líka þegar maður er að vakna upp klukkan 11 með magan á flegi ferð og hausinn alveg í klessu, maður stendur uppúr rúminu til að fara að ná sér í verkjapillur og finnur þreituna og blöðrurnar á fótunum og vona svo bara að maður haldi pillunum niðri.......en svo sofnar maður aftur og vaknar klukkan 5 og þá er maður tilbúin í skyndibita matinn og vill svo vel til að´ég bý beint á móti Mac Donalds og skellir maður sér auðvitað þangað.....nammmm.........
Og þá er allt batnað og maður tilbúin í næsta djamm sem verður því miður ekki fyrr en næstu helgi....það er svona skyndifæðið lagar allt.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger