..::Ragnheiður::..

föstudagur, nóvember 07, 2003

ég er að verða geðveik.......

Á því að vera slöpp, ég er búin að vera hérna síðan í febrúar fyrir utan heimferðir um páska og sumar og er ég er búin að vera veik hérna 3x og er ég orðin frekar slöpp núna, en samt ekki veik. Fæ svona skemmtileg svitaköst og höfuðverk í miðjum tímum eins gott að vera bara veik um helgina og þá er það bara búið....maður allavega heldur sig inni um helgina og kannski bara byrjar að pakka niður þar sem að ég ætla að skila nokkrum húsgögnum sem ég er með í láni á mánudaginn. En hvað er þetta að vera svona mikill aumingi, og eru þetta ekkert svona smá veikur það er bara flensa í hvert einasta skipti og svaka hiti.......æ ég verða að vera jákvæð.........ég er alltaf svo frísk........hummmm

En allavega með skólan, ég var í landmælingu í gær og fórum við út með mæla og vorum við með stangir og mældum þarna út heilan garð voða stuð, en málið var að ég hef verið í þessu á íslandi og kann þetta ágætlega en er svona að ryfja upp........bara ef ég gæti fengið að kíkja smá á verkefnablaðið þá kæmi þetta alveg eins og skot en NEI mínir hópfélafélagar treysta mér ekki fyrir neinu og hvað þá að leysa eitthvað verkefni fyrir þá, því að það væri vitlaust þannig að ég er hætt að reyna að koma með skoðanir og bara held þessu fyrir mig sjálf. En í gær voru þeir vinirnir í hópnum í svakalegum vandræðum bara hreint skildu ekki hvað átti að gera og kennarinn var ekki mikil hjálp, þannig að þeir fóru að spurja anna hóp og eyddi sá hópur alveg hellings tíma í að hjálpa okkur, en svo sagði stelpan í hópnum sem að ég var búin að segja að ég hefði lært þetta á ísl, að þeir gætu spurt mig þar sem að ég hefði lært þetta áður.......en þeir létu sem að þeir heyrðu það ekki. Þannig að við vorum úti alveg heillengi og allir aðrir farnir inn og vorum við að frjósa eftir langan dag úti og ég var orðin ansi pirrrrrrrrr...........þeir geta allavega ekki kennt mér um ef að þetta er vitlaust.

Strákarnir tveir sem eru með mér í hóp er frekar furðulegir, einn er um ferturgt og er svo barnalegur að maður veit varla hvort að maður sé að tala við lítinn saklausan 10 ára dreng eða fullorðinn mann....eins og í gær þá eyddi hann öllum tímanum að kíkja í gegnum mælana og svo droppaði hann stundum til manns og var svona bara fyrir og var svona"...uuu...hvað eruð þið að gera."
Hinn sem að ég er með hann er fullkomnunar sinni og líkar held ég ekki voðalega vel við mig, eða hvað veit maður kannski er það að ég tala ekki nógu vel eða er stelpa....allavega hef ég beðið hann um hjálp við smá sem að ég var að gera í mínum hluta í ritgerð sem við skiluðum um daginn og bað hann 2x um hjálp en hann bara "spurðu bara kennarnan" eða "hvað ertu eiginlega að gera í tíma"......og það sem ég var að spurja um var ekki einu sinni búið að kenna.....ég veit ekki hvers vegna maður átti að gera það þá en allavega fær hann sömu einkun og ég þannig að þetta ver bara honum að kenna ef að hún lækkar útaf þessu........og svo í gær þá gjösamlega gekk hann bara framhjá mér eins og ég væri ekki þarna, en svo varð hann að vinna með mér þar sem að hinn gat ekki hætt að kíkja í gegnum kíkirinn og ekki gat hann unnið einn. Og við vorum bara að mæla með málbandi og hann treisti ekki einu sinni hvað ég sagði hvað hlutir væru langir hann þurfti líka að kíkja......hvað heldur hann að ég sé.
Svo í dag þá vorum við að teikna í þrívidd og það hef ég gert og kann vel, ég var strax búin með verkefnin og var hinn barnalegi á fullu að spurja mig um allt ogvar það voða fínt þar sem að ég hef aldrei fengið að gefa neitt af mér fyrr en í dag, en hinn gat ekki spurt mig hann spurði hinn og hann gat ekki svarað og sagði spurðu Röggu hún er búin en hann gerði það ekki, hann frekar reyndi áfram og endaði þannig að hann var búin að vera í 30 mín að pæla í þessu áður en að kennarinn gat komið til hans og hefði ég alveg getað sýnt honum þetta en hann um það ekki eins og mér sé ekki sama en hann sá allavega að ég er ekki eins heimsk og hann heldur.

Ég er hætt núna........og bíð spennt eftir.............15 nóv....!!!!!!

|

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Þetta leiðinlega blogg

Já já maður er komin með smá leið á gamla útlitinu á blogginu sínu og langaði að prufa nýtt look en nei, maður ruglar eitthvað smá í þessu hérna og eru bara ömuleg útlit í gangi en svo ýti ég á save og hélt að ég gæti svo copera hitt lookið ef að allt færi í klessu en nei ég setti það aftur inn og eyddi svo því sem að ég saveði en allt kom fyrir ekki það vill bara vera svona og er ég búin að vera að reyna að breita litunum og eitthvað en þetta er bara ömuleg útlit, svo setti ég alla linkana inn en það datt út aftur þannig að ég er komin með ógeð......og til hvers að vera eyða tíma að gera þetta flott þegar ég er ekkert að fíla það og það er ekkert annað í boði......hvað á maður að gera......baaaaaaaaa!!!!!

En í allt aðra hluti mitt líf fyrir utan bloggið. Núna er þessi vika erfiða vika búin og er ég svo fegin, get andað smá léttar, ég skilaði tvem ritgerðum og hélt fyrirlestur og svo þurfti ég að teikna 2 stórar myndir....phuuu og ég er búin að því og er ég svakalega hamingjusöm með það. Og gekk fyrirlesturinn vel og ég er búin að vera að kvíða fyrir honum alla önnina....hvað á það að þýða en allavega er þetta allt búið. Núna á ég bara eftir að fá einkun fyrir aðra ritgerðina.......upphhhh, ég gerði samt mitt besta og vona ég að það sé nó.

Á föstudagskvöldinu var grill hjá íslendingunum hérna á Raskinu og var það svaka stuð og var heldur drukkið of mikið og var þynkan á hæðsta stigi hérna heima hjá mér daginn eftir og maður hugsar sig um er þetta þess virði að eyða heilum degi í lasleika, krjúpandi fyrir framan klósettið andandi að sér hlandfílunni.....(þar sem það er komin tími á að þrífa hérna), en maður gerir þetta samt en sem betur fer hefur maður vit á því að vera ekki að drekka svona mikið á hverri helgi þá væri maður heldur betur ógeðslegur......hlandfílan mundi þá kannski bara festast við mann og ekki vill maður það.

En svo þessi drengur sem að býr hérna með mér fór á djammið í gær og var hann með fullt hús af gestum og voru svaka læti hérna í alla nótt og þar sem að þeir fóru bara á barinn hérna og þá er stutt heim og fór það ekki fram hjá neinum og svo kem ég fram í morgun og þvílika djammfílan sem var hérna frammi og svo fór ég á klóið og ælulyktin og ælusletturnar útum allt það var ógeðslegt og er ég að bíða eftir að hann vakni til að þrífa þetta ógeð af veggjunum, en ég er að fara að flytja eftir 2 vikur eða 13 daga.

hilsen......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger