..::Ragnheiður::..

sunnudagur, október 26, 2003

Það er bara allt á fullu

já þetta er búið að vera erfið, ánægjuleg og sorgleg vika það er bara allt sem að er að gerast maður hefur bara varla við að taka á móti. Ég er búin að vera með alla vikuna full bókaða bæði í félagslífinu og skólanum.

Á mánudagin var mér ´boðið í köku hjá Bryndisi og Gumma og svo á þriðjudag fór ég í mat til Lene og var þar langt fram á kvöld svo var haldið af stað í ferðalag með skólanum.....engöngu námsferð þannig að það var ekkert um djamm bara vakna snemma og hlusta á fyrirlestra og skoða verksmiðjur....mjög fróðlegt get ég sagt ykkur svo á föstudags kvöld fór ég út með Íslensku strákunum í byggingarfræðinni og í gær fór ég til Bryndisar í spilapartý og svo er bara búið að vera á fullu að skrifa ritgerðir á að skila tvem í þessari viku og svo á ég að halda fyrirlestur, ég et svo svarið það ég er að kafna.....og svo ofan á það er ég að reyna að fara yfir myndirnar sem að ég er búin að teikna í vetur til að athuga hvað þarf að laga, það á nefninlega að sína það í staðin fyrir prófin.

Í dag kom Níels í heimsókn til mín og er hann svo djarfur að leyfa mér alltaf að klippa sig og hann alltaf bara svaka ánægður með nýju klippinguna og ákvað ég að bjóða honum nú að borða þar sem að Árný fór á fimmtudaginn heim til íslands til að vinna smá.

Mig hlakkar samt mest til þegar þessi vika er búin þá getur maður kannski aðeins andað rólegra í smá tíma og svo fer ég bara bráðum að flytja, þegar næsta vika er búin þá er komið mánaðarmót og þá eru bara 15 dagar þangað til og þá þarf maður að vera að fara á milli með allt dótið og svo vera að mála og afhenda lyklana það er svo asnalegt að geta ekki bara gert þetta allt í einu ég þarf að koma hingað sérstaklega til að skila lyklunum....eða það held ég, maður ætti kannski að fara að tala við þá karlana á skrifstofunni.

Svo er ég bara ekkert smá fegin að vera að fara úr þessu ránarbæli það er búið að vera að ræna hérna hvern á fætur annan, og var hringt í eina stelpu´sem var í partýinu í gær og sagt að það hafi verið að reyna að brjótast inn hjá sambýlismanni hennar og svo var farið í íbúðina við hliðina á Bryndísi og Gumma og svo var eitthver önnur stelpa rænd svo ég dreif mig bara heim í gær til að verja mínar eigur.....eins gott.....ekki gott að standa hérna alls laus án almennilegrar trygginga og svo gerir löggan ekki rassgat hún varla nennir að koma þegar það er hringt er á hana........
.....jæja ég ætla að fara að hætta þessu..........bæbæ

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger