..::Ragnheiður::..

laugardagur, október 18, 2003

Mig langar bara að leyfa ykkur að njóta þessa með mér!!

Um Hamingjuna

Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við: göngum í
hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn.
Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum
að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við
pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur
verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeið
Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins
þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við
komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða
hamingjusamur heldur en einmitt núna!... Því ef ekki núna, hvenær þá?
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við
það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza
sagði
eitt sinn:
"Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina
sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því,
eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem
þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja.
Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið
sjálft."

Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að
hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum.
Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem
er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með ... og munum, að tíminn
bíður
ekki eftir neinum.

Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið
nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar
til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú
byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist
eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á
sunnudagsmorgun,
þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn
eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur,
þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið
er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný ... til þess eins að
ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt
núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður

Til umhugsunar að lokum!

"Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna."

"Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur)."

Dansaðu eins og enginn sjái til þín."

|

þriðjudagur, október 14, 2003

hummm...nautasteik og rauðvín

Og allt torgað ein....já og svo var ég með svona heitan camelbert í eftir rétt. Já ég er búin að ákveða hvað ég ætla að hafa í maðtin í innflutningspartýinu mínu þegar ég flyt ég get ekki beðið.
Í dag var ég að fara yfir pappírana um nýju íbúðina sem að ég er að fá og sé þar að ég hefði átt að skrifa undir leigusamnigin í gær og skila honum og ég fékk nett áfall, ég flýtti mér á fákinn minn og þeyttist af stað á skrifstofuna og náði þar á met tima ogég alveg pungsveitt og ógeðsleg, þá mein ég það dropaði af enninu af mér og fann hvernig droparinir láku niður ermarnar......úpphhhh ég fór þangað og konan voða afslöppuð og sagði bara að þetta væri ekkert mál og bara að skrifa undir núna, ég hugsa að ég hefði ekkert þurft að drífa mig svona mikið en allavega er ég búin að þessu.
Þegar ég var búin með matin minn þá leið mér eitthvað svo vel, ég fór að hugsa um hvað ég væri að gera og hvað ég hefði gert á minni æfi, og ég held að ég geti bara ekki verið ánægðari. Ég hef alltaf gert allt sem að mig langað til að gera og líka klárað skóla og er það meira en margur gerir og svo er ég hér í byggingar háskóla og sé um mig sjálf.......fyrir utan námslánin og smá fix frá bankanum (fyrir nýju íbúðinni) þá er þetta allt ég og allir mínir reikningar og svo meira til.....og er það ég sem mun borga þetta þegar ég kem heim og er komin með fína vinnu. Ég er stolt aðf sjálfri mér og ég held að ég megi alveg vera það....þar að segja ef að maður stendur sig í skólanum sem að auðvitað ég ætla að gera.
Ég er ein en á fullt af vinum, og væri ég alveg til í að fara að fá eitthvern í heimsókn til mín frá íslandi til að sýna þeim heimilð mitt og hvað ég er búin að gera, gera með mínu láni sem að ég ætla að borga......´þvílíkt solt...námslán en það er víst það eina sem að heldur mér uppi og líður mér voðalega vel að vera ekki enn á mömmu og pabba háð....þó að það sé þeim að þakka ýmislegt......
mig langaði bara að deila með ykkur ánægjunnu eftir nokkur rauðvínsglös!!...
...hummmm.......

|

Svaka gaman...og maður bara í fríi

Já maður er í fríi og hvað ég ætlaði að vera dugleg......en það er eitthvernvegin ekki að gera sig....en ég verð, en maður vill bara vera að slappa af og vera löt þegar maður er í fríi og hafa gaman. En svo á morgun er nýji´sambýlismaður minn að fara að koma, hitti hann í síðustu viku virtist vera indælis drengur....kom með mömmu og pabba, ég held að hann sé svolítið ungur. Eða hvað veit maður, hef ekki hugmynd umhvað hann er gamall, allavega er ellt í rúst í hýbílum mínum þar sem að eg á ekki lengur eitt af öllu af eldhúsdóti....maður var eitthvað svo vitlaus að kaupa sér meira en einn hníf og gaffal.....já og núna fyllist vaskurinn þangað til allt leirtau er orðið óhreint og svo vantar manni bara einn hníf til að smyrja sér brauð en þá er hnífurinn lengst ofan í vaskinum og nánast ómugulegt að ná honum nema að vaska upp eða róta í vsakinum með þá áhættu á að missa hendina á beitta hnífinum sem að ég keypti mér um dagin.....ég var búin að nota einn sem beit ansi illa, komin tími á nýjan hníf.....en allavega vegna hans þá er bara mun erfiðara að róta í vaskinum....en geri það nú bara samt.
Þið vitið hvað hefur komið fyrir ef ég kem handalaus heim....bara leti ekkert nema leti.
Í gær þá fór ég í heimsókn til hennar Árnýar og eyddi deginum í að spila rommý og kana með henni, níels og jóni, fór heim eftir stórtap í öllum spilunum og glápi á sjónvarp fram að svefntíma......svaka spennandi alltsaman.

og ég kveð.........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger