..::Ragnheiður::..

laugardagur, október 11, 2003

og já ég var að hugsa um að semja ljóð

fullur, fullur á grjóti
óvitandi.
Hvað á að gera,
einn, aleinn, en samt glaður
glaður að vera á grjóti með lífverum frá öðrum stiga lífkekjunnar.
lífkeðjan er einungus kerfi til að flækja lífið
hver getur ekki verið án þess að borða vinkonu þína hana kusu.
Lífið, engin tilgangur nema að flækja það,
en til hvers, til hvers er maður.
Ef ég vissi svarið væri ég ekki hér.

Deyfð, deyð sem gerir mann ó meðvitandi
óvitandi.
Þó að maður viti það,
Vegna þess, maður veit allt,
hvað er maður, ekki guð, ég hélt að ég væri guð
hvað er þá.
ég er ekkert nema skítur í tílveru nátturunnar.
Nattúrann sem að er ekkert nema það sem þú veist,
en hvað er það.

Hvað er að þeim að þú veist,
ég er það sem er.
Ég veit ekki en ég held það sé eg,
það sem að er að heiminum
heiminum sem að er í rúst.
heldur hvergi fiði hvorki hér né þar,
hvar er þar, þar er allstaðar.
hvergi friður,
bara steinn á, með lífverum,
sem eru á lífkeðju dauðans.




|

föstudagur, október 10, 2003

já já og maður bara blind fullur

En þó á fösturdegi og það er komið miðannarfrí......hhoooo miðannarfrí ég hef verið að bíða eftir í þó nokkta daga.
Ég sit hérna ein eftir eftir ánægjulegt kvöld með Árný of við alveg á rassgsatinu á kaujufilleryi það er svo gaman.....alveg allur pakkin..stuð, dansa, syngja, trúno og guð má vita hvað......´hvún var að fara frá mer elskan..já hún Árný er algjört æði...persónuleiki að utan og innan.....eg elska hana svo mikið.
En alla vega spennan mín í dag var að fá bref frá kollegie skrifstofunni og hún sagði já ég er að fara að flytja...og þvílík hamingja og svo kom eitthver strákur með foreldrum sínu að skoða´hýbílin eins gott að ég var búin að taka til......allavega bauð ég þaim inn í herbergi til að mæla allt hátt og látt, en svo viti menn maður með brjósthaldara til sínis vona ef þeim langaði að vita hvaða stærð ég nota.....það er erfitt að skrifa svona drukkin kannski ætti ég að fara leggja mig maður orðin annsi drukkin og á enga sígó....hummm....og orðin frekar þurfandi....jæja bleeeeeees

|

fimmtudagur, október 09, 2003

það sem að það er orðið kalt

Maður er bara að frjósa úr kulda hendurnar að detta af......ég er að reyna að koma blóðinu smá á hreyfingu í puttunum með að pikka inn nokkrar línur.....verða að gera allt til að halda á mér hita.....birrrrr.
Það er komin fimmtudagur og ég hef ætlað að taka til og þvo þvott alla vikuna en letin hefur unnið alla vikuna og hvað á það að þýða vikan mín er búin að vera svo spennandi eða þannig ég fer í skólan og kem heim læri smá og sofna svo í nokkra klukkutíma vakna og þá er komin timi til að gera eitthvað í kvöldmat og svo bara læra eða glápa á sjónvarpið......hummm skemtileg rútina en ég ætla sko í dag að taka til og það er ekkert múður, eina ég þarf bara að fara niður í pósthús til að kaupa mér þvottakort....ég er ekki að nenna því.
Já ég er búin að fá tilboð í íbúð á Lindekollegie og ég sagði já og var númer 2 á lista og ég er að bíða eftir svarinu núna það kemur annað hvort í dag eða á morgun og ég er að deyja úr spenningi mig langar svo mikið að flytja......þetta kemur allt í ljós.....vonandi í dag en allavega góðu fréttirnar ef að ég fæ þetta ekki, þá er ég númer 1 næst og þá er engin spurning ef að ég segi já........ótrúlegt svona þarf að vera að pota tilboðum til fólks sem að í mesta sakleisi segir já og í einfaldleika sínum býst við að vera að fara að flytja bráðum en nei þú ert númer 10 á listanum...þetta var svona í vor hjá mér og það var ekki gaman, engin tilgangur með að senda manni tilboð sem að maður verður spenntur yfir og maður voða glaður og svo bara sagt nei.........ekki réttlát.
Öll fötin mín eru áhrein og búin að vera lengi maður hefur bara verið í svona druslunum sem að maður finnur í horninu á skápnum og maður er ekki búin að sjá það í 6 mánuði.....gaman að hafa svona lítið inni skápnum þá hefur maður fulla yfirsín á hvað maður getur farið í og svo þegar maður er búin að þvo þá er ekkert vandarmál að koma fötunum inn því að hillurnar eru allar tómar.

En hvað á maður svo að gera af sér í vetrarfríinu, ég sem er að spara fyrir útborgun á íbúðinni.......ef að ég fæ hana en ég þarf samt að spara þar sem að ég fæ íbúð eitthverntíman þó að það sé ekki þessi....allavega ef að ég fæ þetta þá flyt ég 15 nóv........spennan að drepa mig.

Mig langar að láta þessa mynd af litlu frænku minni sem að átti afmæli á mánudaginn vera með.........hún er svo sæt.




Til hamingju með afmælið afmælisbarn

ég hef bara ekkert meira að segja......hummm nema kannski bæ

|

sunnudagur, október 05, 2003

uppúr andleysinu í.......

Þvílíkt furðuleg helgi sem að ég er að upplifa hérna, á fösturdaginn þá fór ég að sofa um 10 leitið og vaknaði aftur um 10 og svo fór ég í voða fínan hjólatúr með Árný og Níels. Við hjóluðum að Seden strand og sáum fullt af hestum og beljum og borðuðum við nesti við sjóinn....settumst svo á fákana aftur og héldum af stað til Asum og stopuðum við á framtíðar heimilinu okkar.....þar að segja setrinu....það minnti mann frekar mikið á Hálandahöfðingjan, það var geggjað þarna og það bjó þar engin, en komumst að þeirri niðustöðu að það væri verið að gera húsið upp að innan, það var æðislegt þarna brunnur og alles og var það frá 1866 þetta hús er sama se keypt af Íslanskum námsmönnum með fjárskortarvandamál!! svo fórum við á antik markað og loppemarkað og það var svo gaman að ég hélt að ég mundi bara setjast niður og neita að fara heim, en þarna fundum við allavega húsgögnin í nýja setrið okkar.
Svo ákváðum við bara að skella okkur aftur í menninguna í Odense og kemur þessi hellidemba og þá er nottla besti tíminn til að fara á kaffihús......flýja rigninguna, en þegar við vorum loksins búin að finna okku kaffihús til að fara á var rigningin búin en hvað með það við skelltum okkur samt, og fengum við okkur einn ol.......skrítið hvað einn ol getur bara tekið alla orkunna úr manni og skellt henni í klósettið, þannig að þá var bara tími til að koma sér heim......klukkan líka orðin 6, vá þetta ferðalag okkar byrjaði um 1 leitið, búin að hjóla mikið...... en svo þurfti maður að sétjast á fákinn aftur og hjóla heim, en ég gafst upp í miðri brekku bara gat ekki meira og labbaði afgangin af brekkunni.
Svo kom ég heim og horfði á sjónvarpið þegar ég átti að vera að læra og svo var ég svo þreytt að ég lagðist uppí rúm klukkan 8 og bara steinsofnaði.....en því miður þá vaknaði ég um 12 leitið útaf nágrannalátum......það eru greinilega eitthverjar nýjar stelpur hérna eitthverstaðar nálægt mér því að það er bara búið að vera partýlæti og píkuskrækir hérna langt fram eftir nóttu og svo halda þær örugglega að þær séu æðislegir söngvarar því að söngurinn er nonstopp allan sólahringin......en allavega svo steinsofnaði ég aftur og bara vakanaði klukkan 8 í morgun, en núna hef ég allavega nó tima til að læra smá.....kostur......en ég sem var´í ægilegu djammstuði um helgina.

Svo er bara brjálað framundan....það er verið að plana að fara út að borða með bekknum og fara svo í ferðalag til árósa og svo með íslendingunum fara til kolding og út að borða....eða eitthvað en svo er bara ein vika í vetrafrí......gaman........

......einn hérna sorglegur en fyndinn brandari sem ég varð að láta fylgja:::::::::::

>:Afleiðingar af notkun nútíma
> >lyfja verður að hugsa til enda:
>Þar sem undanfarin ár hefur meira fé verið
>eyttí brjóstastækkanir og Viagra en í rannsóknir á Alzheimer,er því
>trúað að árið 2030 muni fjöldi fólks ráfa um með stór brjóst og standpínu
>án þess að muna hvað gera eigi við þau.

Kveðja.....

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger