..::Ragnheiður::..

föstudagur, ágúst 15, 2003

Loksins setti ég eitthverjar myndir í íslandsalbúmið

Já ég stal þeim bara hjá henni frænku minni á barnalandi, og svo vona ég að hann pabbi minn sendi mér eitthverjar fleiri.......sem sagt pabbi taktu þetta til þín........
Ég var í skólanum áðan að læra að teikna eða svona tækniteikna...hummm.....á borði og ég hálvitinn fattaði ekki að taka teiknidótið með mér þegar ég kom heim frá íslandi þannig að ég þurfti að byrja á því að kaupa allt aftur...frekar fúlt þar sem að það eru klikkað mikill peningur þessa önn sem fer í bókakaup...ogþað var svolítið fyndið að byrja aftur að læra að teikna svona þegar maður er nú fullgildur tækniteiknari. En þetta var bara gaman, eiginlega hálfpartinn minnti mann á iðsnskólan góða, þar sem að ég er í stærðfræði líka.....og fannst manni þetta bara vera á íslandi fyrir utan það að það talar enginn íslensku. Það gerðist samt smá sniðugt...finnst mér ég sá gamlan vin af Ránargötunni í skólanum mínum...hérna í Odense skrítið en satt, en hann sá mig samt ekki en ég held að ég hitti hann bráðum á svona íslendingafundi sem er haldinn alltaf þarna með byggingarfræði nemendum.
En ég er eitthvað löt núna þannig að ég er bara hætt.
bæjo

|

mánudagur, ágúst 11, 2003

Skólinn byrjaður

já já mín bara byrjuð í skólanum, og svei mér þá, ég gat alveg reddað mér í fyrsta tímanum, og meira að segja þurfti ég að segja frá sjálfri mér og náunganum við hliðina á mér eftir smá spjall við hann auðvitað, og það bara tókst, og horfðu allir á mig samhúðlega.......svona eins og þau væru að hugsa, þetta kemur, stendur þig vel!! og var ég bara frekar kát með það. Og svo tala allir bara dönsku við mig þarna þannig þetta verður ekkert elsku enska....nei nei bara skella sér úti djúpulaugina....en samt skrítið hvað maður getur undir pressu og svo þegar maður var búin í skólanum fór pressan og ég gat ekki stunið upp einu orði...hvað á það að þýða. Í bekknum mínum eru við bara 4 stelpur með cr 20 strákum....heppin, allavega var þetta bara fínn skóladagur þó að það sé um 30 stiga hiti og maður var að kafna úr hita í skólastofunni, en það sem að maður leggur ekki á sig fyrir stærri heila....allavega vona ég að hann muni nú ná eitthverju, ef engu þá allavega dönskunni svo að ég geti haldið áfram á næstu önn...
En ég er ekki enn búin að ná mér eftir heimkomu Peters.....ég er enn í sorgum hérna, en ég reyni bara að halda mér í burtu þegar hann er heima........ég vona að Árný og Níels verði ekki alveg tjúlluð á nýja heimalingnum...ekki stundlegur friður, en það er algjör draumur að hafa þau hérna.
Við fórum í hjólatúr í gær til að sína þeim leiðina í skólana sína og enduðum við svo í Bilka og viti menn hún Árný snillingur gleymir lyklinum á nýja hjólinu sínu heim og þurfti greiið Níels að sendast heim og til baka eftir lyklunum og við héldum á stað fótgangandi með afturdekkið á hjólinnu hennar uppi á petalanum á hjólinu mínu fórum við á mis við Níels og hann fór alla leið í Bilka og þar var bara engin við....en ef maður horfir á ljósu punktanna í þessu öllu saman þá er maður bara frekar brúnn eftir þetta...en því miður fórum við ekki í bikiníinu æi hjólatúrinn þannig að núna er maður bæði brúnn og hvítur til skiptis......ægileg tútta.
Ég er búin að redda vondulyktinni að mestu með air wickinu mínu nema þegar það er opin hurð hjá vininum...þá yfirgnæfir hún lyktina......þið getið rétt ímyndað ykkur...það sem maður á að þjást.
....jæja ég nenni ekki meiru.....og er þetta alveg nó...allavega I'll be back

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger