..::Ragnheiður::..

laugardagur, júní 14, 2003

JÁ HELGIN.........

Ég var víst búin að lofa að segja frá skemtilegu síðustu helgi...hummmm......frekar furðuleg en allavega á föstudags kvödinu fyrir viku síðan, þá ákvaðum ég og Árný að bjóða honum Peter með okkur á barinn bara svona fyrir kurteisis sakir, þegar haldið var á barinn vorum við öll vel í glasi þó Peter toppaði okkur vel....hann var búinn að drekka 2/3 af vodga flösku.....og ef maður minntist á að fara rólega í þetta allt saman þá fékk maður það svar til baka að hann værin nú alveg það mikill maður til að höndla nokkra drykki. Og svona hélt hann áfram á barnum var með nokkra tegundir af drykkjum fyrir framan sig og var að segja mér það að hatar hana Árný.....hver segir svona sama hvað maður er búin að drekka mikið.........og hvað þá við mig. Hann hélt áfram að röfla um allt og alla og ætlaði sko að fara að berja allt og alla og þó voru Árný og nágrannakonan fyrstar í röðinni til að fá högg.......hann röflaði um þessa nágrannakonu allt kvöldið vegna þess að hún kvartaði undan háfaði í okkur heima, því að hún var að lesa fyrir próf........og eins og það sé eitthvað að því, það er ekki eins og maður hafi verið eitthvað hljóðlátur ég og árný með tónlitina í botni og Peter að líkaði hún ekki alveg þannig að hann var að reyna að yfirgnæfa hana með sínum 80-ties stíl.........sem sagt skilur maður hana alveg, en alla vega þá erum við á barnum og hann alveg í tjúlluðu skapi en hann er þarna á fullu á trúnó við mig og gaf mér þá skýringu á því að hann væri svona óduglegur að þrífa vegna þess að hann væri svo þunglyndur og spurði hann mig hvað hann gæti gert betur ogég sagði bara "clean your room it is so descusting" og hann sagði bara að það kæmi mér ekki raskat við hvort að hann þrífi herbargið sitt eða ekki.....og svo fór hann að tala um kærustuna og hvað hann væri ekki viss hvort að hann vildi giftast henni og hvað hún væri bara að nota hann og hans peninga og bla bla bla en svo kom, mig líkar miklu betur við þig ég held að okkur sé "ment to be together" og hann væri mikli frekar tilbúinn að giftast mér heldur en henni......hummmmm.......ekki nógu sniðugt að heyra þar sem að mig þykir hann ógeðslegur á allan hátt, svo var ég að tala við eitthvern annan strák og hann varð svo afpríðissamur að hann var að ásaka hann um að hafa helt á sig víni og varð hann alveg brjálaður og stóð upp eins og hann ætlaði að fara að gera eitthvað en svo gaf hann bara fuck merki og fór.....sem betur fer.
Við héldum áfram að skemta okkur og komum við heim klukkan 6, kvöldi eftir varð alveg hreynt ótrúlega skemtileg en fórum við þó bara á barinn hér og svo í partý inni í eitthverju herbergi og var þar einn svaka húmoristi og hlóum við alla nóttina eða til klukkan 8 um morguninn og var ég sko ekki tilbúin að fara heim og er það mjög sérstakt þar sem að ég er yfirleitt sú sem að fer með þeim fyrisu heim, en alla vega var þetta frekar viðburðarík helgi......gaman gaman......fyrir utan hann Peter viðbjóð.
En svo toppurinn á þessu öllu saman er það að núna í þessari viku hefur hann vinur minn hann Peter vaskað upp á hverjum degi og er hann farin að kvarta yfir mér....og mínum sóða skap, en ég sagði nú bara að hann hefði nú bara gott af því að kynnast því hvernig að þetta hefur verið í allan vetur hjá mér...og hana nú..........

|

þriðjudagur, júní 10, 2003

hvað maður er þreyttur
Ég og Árný erum alveg að meika það, við erum búnar að djamma eins og brálæðingar......komum heim bæði á föst og laug um 7-8 leitið.....og svo var sofið og sofið......og svo þegar við þurfum á svefni að halda eins og þegar við þurftum að vakna klukkan 6 að morgni til að fara í 17 tíma ferðalag......hummmm......við fengum 3 tíma svefn fyrir það, við skelltum okkur í lestarferð til Skagen (sem að er hinu megin í danmörku) til þess að sækja farangurinn hennar Árnýar.

Ég ætla bara að byrja á byrjun, við vöknuðum klukkan 6 vegna þess að strætó gengur bara á klukkutíma fresti svona snemma á helgidegi og svo fórum við á stað þegar við vorum komnar til Fredrikshavn þá tók við frekar fyndin lest og leið okkur eins og við værum á tíma heimstyrjaldanna og voru gormar í sætunum og hoppuðum við alla leiðina og þegar að lestin stoppaði þá var eins og við værum staddar í gamalli geimskutlu frá Rússlandi, já sem sagt frekar framandi hljóð fyrir okkur einföldu ferðalanganna.
Skagen.....hummm...já....ég spyr bara hvaða íslendingur fer þangða, þú getur fundið svona staði útum allt á íslandi, bara fara til Egilstaða eða eitthvað álíka, en allavega fórum við að ná í dótið hennar Árnýar og skelltum við okkur svo á ítalskan stað og fengum okkur pizzu..hummm...nammi namm ekkert eins og þessar amerísku brauð pizzur, við rétt náðum í tæka tíð í geimskutluna okkar til þess að halda af stað aftur og var það um hálf 5 og jú svo tók langa leiðin við í hinni lestinni. Við keyptum okkur miða í sæti og var ekkert laust nema í reikplássi og tókum við því svo að við mundum ekki þurfa að standa í 6 klukkutíma.
Eftir smá tíma vorum við orðnar grænar í framan og vorum við vissar að við værum komin með alvarlegt krabbamein, og svo það sem við héldum að mundi toppa ferðina okkar var það að lestin stoppar í Arhúsnum og lestarstjórinn okkar stingur af og enginn vissi hvar hann væri, þannig að við þurftum að bíða meðan það væri verið að redda nýjum lestrstjóra og vorum við komnar á tíma næstu lestar og þá fylltist allta af fólki og krabbameinið fór stækkandi.
Við komumst til Osense loksins um 11 leitið og ætluðum að fá okkur að borða á Macdonalds en nei visa var ekki tekið það og hraðbankinn lokaður.....hummmm.....við fórum pirraðar í leigubíl og spurðum við kallinn hvort að hann tæki vísa og já...og við héldum að við mundum ekki lenda í fleiri óhöppum þenna daginn en nei við héldum vitlaust.......helvítis kortið virkaði ekki og við lentum í svaka vandræðum þar....endaði með því að við fengum nýja vin okkar hann Per til þess að bjarga okkur.....guð blessi hann.
OG VIÐ KOMUMST HEIM.

Þetta er bara ferðasagan......helgin áður mun koma næst....og er það frekar skemmtileg saga að segja.....en núna er komið nó!!!
.......seinna..........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger