..::Ragnheiður::..

laugardagur, maí 10, 2003

já já maður er á fullu í þessum prófum

BlakeGuiding
Blake Thorpe: Thu ert illgjorn kona sem svifst
einskis til ad koma ser a framfaeri, baedi i
atvinnu og astum! Pabbi thinn er rikur og
voldugur og thu notar sambond hans oft til ad
koma ther a framfaeri. Nuverandi elskhugi thinn
er fyrrverandi elskhugi modur thinnar og
erkiovinur pabba thins! En thad stodvar thig
ekkert!


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla

|

föstudagur, maí 09, 2003

Hvað er betra en að slappa af með góðri tónlist og hanga í tölvunni

Ég var að koma heim bara núna fyrir kannski klukkutíma síðan og er ég búin að hanga heima hjá Kristrúnu í allan heila dag að bara gera ekki neitt, en eitthvernvegin þá bara klukkan orðin svefn tími......hummmm.....við getum þó dundað okkur eitthvað saman. Við ákváðum að skella okkur til Köben næstu helgi, og fórum við uppá lestarstöð til að kaupa okkur afsláttakortið Wild Card (þið getið fundið það eitthverstaðar á þessari síðu) og svo erum við að hugsa um að leggja í hann á fimmtudasgkvöld eða kannski á föstudaginn, þar sem að það er frídagur á föstudaginn.
Mig hlakkar mikið til að fara, ég get nú ekki farið heim í sumar án þess að hafa stansað aðeins við í Köben þann tíma sem að ég hef verið hérna. En núna sit ég bara í rólegheitum að hlusta á ægilega fína tónlist og að reyna að hugsa eitthvað til að skrifa hérna, og er ég að hugsa um að reyna að pota einni auglýsingu hér inn ef að ég get það...sem er ekki víst......
.......nei var það ekki hægt, en ég var að reyna að setja inn spænska auglýsingu sem er frekar fyndin.....ég verð bara að segja það en spánverjar eru snillingar að gera skemmtilegar auglýsingar.
Jæja´augun eru alveg að fara að lokast og ætla ég að reyna að fara að koma mér í rúmið áður en að ég sofna hérna fyrir framan tölvuna.

Góða nótt!!

|

mánudagur, maí 05, 2003

........þvílíkur hiti.......

Já já ekki er maður farin að kvarta yfir hitanum...hummm...nei en þegar það var nú ekkert sérstakt veður í gær eða hinn, þá er maður alls ekkert of bjartsýnn á að það komi bara allt í einu sumar og sól......frekar pirrandi svona. Ég fór út í morgun bara svona eins og ég er vanalega þessa dagana, ekki í vetrardressinu en heldur ekki í sumarfötunum heldur, bara í svona léttri blöndu af báðu, og viti menn þá tók maður bara nokkur andköf þegar út var komið og hljóp ég og rétt náði strætó....hhummmm ég verð að fara að gera við helv.....hjólið mitt, bara letin er að drepa mann....reyndar hef ég kannski átt alveg nóg að gera en ég meina það ég verð að fara með það í viðgerð.

Og svo skánar hann sambýlismaður minn ekki neitt því miður, já já maður er farin að sjá nærbuxur hér og þar...og í síðasta bloggi ver ég að tala um hvað ég hefði verið dugleg að þrífa, já......nei það var allt í drasli þegar ég kom heim og fílan sem að var útum allt og ég fékk yfir mig nóg´og ég varð reið.....humm ég verð aldrei reið, en svona gerist stundum þegar maður þarf að hoppa yfir nærbuxur þegar maður vaknar á morgnana.....og hlaupa inná klósett með æluna í hálsinum, já......nú eruð þið örugglega að hugsa...hummm..."prufaðu að tala við hann".....ég er búin að prufa það....og hvað gerðist hann varð pirraður að ég skildi vera að trufla hann við sjónvarpsglápið, og eina sem að hann gerði var að taka nærurnar, ok það var svo sem í lagi að hann hafi byrjað þar en nei haldið þið ekki að hann hafi bara endað þar líka.........Og ég tók til minna ráða, ég fór og sótti um nýjan samverustað.
Þannig að ég þarf að fara að fljúa úr hreiðrinu sem að ég var búin að búa til og fara að byggja nýtt.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger