..::Ragnheiður::..

föstudagur, maí 02, 2003

Og núna er enn einn föstudagur.........

Þessi vika er búin að vera frekar strembin þar sem það er verkefna vika og er henni líka að ljúka og auðvitað erum við búnar með verkefnið okkar og vorum við ekkert smá duglegar. Á mánudaginn þegar allt saman byrjaði þá var ég í fyrsta lagi ekki orðin heil heilsu og leið mjög illa en til virðingar við mína hópmeðlimi þá auðvitað mætti ég.
Þegar við byrjuðum á verkefninu áttuðum við okkur á því að við kunnu bara hreynt alls ekkert mikið og fór nærri heill dagur í það að reyna að átta sig á stöðu mála og láta hann Hans kenna okkur....kærasti einnar í hópnum, og vorum við alveg ótrúlega heppnar að fá hans hjálp....en ég tek það fram hann gerði ekki neitt nema að kenna okkur og sína en við gerðum samt allt sjálfar, og lærðum við meira heldur en við höfum gert alla önnina í programming þar sem var mikið vesen og kennaraskipti í byrjun...og svo gekk þetta bara alveg hreynt ótrúlega vel og gátum við tekið okkur frí í gær og notaði ég tækifærið að fara niður í bæ á kaffihús.
Í dag hins vegar fór ég til Mari (hópmeðlimur) og við lukum við verkefnið og var það ótúlega fínt að þurfa ekki að vera með eitthverjar áhyggjur yfir þessu um helgina......og svo má ég ekki sleppa því að ég var ótrúlega dugleg núna áðan og þreif allt, þannig að núna er allt skínandi og ég gerði þvottinn í gær......hummm ég á bara ekki til orð hvað ég er dugleg.

ég er hérna með tvær sniðugar síður til að prufa kúreka flash söngur
og svo smá test í tilefni með þennan ánægjulega föstudag hversu mikið snobbhæsn ertu
kveðja

|

þriðjudagur, apríl 29, 2003

já já viti menn....!!

Hvað haldið þið.....helvít....banka....drulluu.......nei nei það sem ég er að reyna að segja er að.......munið þið um daginn þegar ég kíkti á heimabaknann minn og það voru bara allir reikningarnir horfnir...já, auðvitað var það of gott til þess að vera satt...já heyri þið það, maður vissi þetta svo sem...það er svolítið erfitt á trúa á svona kraftaverk þegar öll hugruðu börnin í afríku og á fleiri stöðum í heiminum eru að berjast fyrir lífi sínu að ég fái kraftaverk.....humm held ekki!! Og hvað þá að kraftavekið borgi reikningana mína. Sem sagt ég þurfti að sjá súr í bragði alla reikningana hrannast upp aftur þar sem að þeir voru, en helduru ekki að maður hafi reddað nokkrum......þó að ég ætla nú ekkert að fara djúpt ofaní fjármálin mín........og er þetta það dýpsta sem ég mun fara í hér á þessari bloggsíðu.

........Og fleira var það ekki, mig fannst það bara mín skilda að segja ykkur frá óheppninni í heppninni minni.........

|

mánudagur, apríl 28, 2003




HVERNIG VEIT MAĐUR HVERJUM MAĐUR Á AĐ GIFTAST?

Nokkur bandarísk börn voru spurð spurninga um hjónabandið og samskipti
kynjanna. Hér koma nokkur gullkorn.


HVERNIG VEIT MAĐUR HVERJUM MAĐUR Á AĐ GIFTAST?

"Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður
sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafa
gaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna."
Alan, 10 ára.

"Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann
ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki
að því fyrr en það er orðið of
seint."
Kirsten, 10 ára.

Á HVAĐA ALDRI ER BEST AĐ GANGA Í HJÓNABAND?

"Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila
eilífð."
Camille, 10 ára.

"Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að
vera bjáni."
Freddie, 6 ára.

HVERNIG SÉR MAĐUR HVORT ÓKUNNUGT FÓLK SÉ GIFT?

"Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa
á sömu krakkana."
Derrick, 8 ára.

HVAĐ EIGA FORELDRAR ÞÍNIR SAMEIGINLEGT?

"Bæði vilja ekki eignast fleiri börn."
Lori, 8 ára.

HVAĐ GERIR FÓLK Á STEFNUMÓTUM?

"Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru.
Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar
nógu lengi.
Lynnette, 8 ára.

"Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er
yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að
hittast aftur."
Martin, 10 ára.

HVAĐ MYNDIRĐU GERA EF ÞÚ FÆRIR Á STEFNUMÓT SEM ENDAĐI ILLA?

"Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég
hringja í öll blöðin og láta þau skrifa
um mig í andlátsfréttunum."
Craig, 9 ára.

VENÆR ER ÓHÆTT AĐ KYSSA EINHVERN?

"Ef hann er ríkur."
Pam, 7 ára.

"Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er
ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því."
Curt, 7 ára.

"Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og
eignast með honum börn. Þannig á maður að gera."
Howard, 8 ára

HVORT ER BETRA AĐ VERA EINHLEYP(UR) EĐA Í HJÓNABANDI?

"Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir
stráka. Það verður einhver að taka til
eftir stráka."
Anita, 9 ára.

HVERNIG VÆRI HEIMURINN EF ENGINN GIFTIST?

"Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka."
Kelvin, 8 ára.

HVERNIG Á AĐ VIĐHALDA ÁSTINNI Í HJÓNABANDINU?

"Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún
líti út eins og vörubíll."
Ricky, 10 ára.




|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger